Auglýsing
Mangó chutney
Mangó chutney

Mangó chutney

Mangó chutney mun vera komið frá Indlandi og Suður-Asíu, ætli útgáfurnar séu ekki uþb óteljandi. Mangó chutneyið með græna miðanum sem fæst í búðum er helst til of sætt fyrir minn smekk – það er ekki svo mikið mál að útbúa mangó chutney. Stundum set ég mangó chutney ofan á lax og baka í ofni.  Það er alltaf gaman að koma færandi hendi með eitthvað matarkyns sem fólk hefur útbúið sjálf. Mangó chutney er kjörið til slíks.

MANGÓMANGÓ CHUTNEYINDLAND

.

Mangó chutney

1 laukur
2-3 msk góð matarolía
1 vel þroskað mangó
1 tsk kanill
1 tsk cumin
1 tsk kóriander
1/2 tsk kardimommur
1/3 tsk múskat
1 msk rifið engifer
chili
1 hvítlauksrif
1/2 b sykur
1/3 b edik
1/2 b vatn
1 tsk salt

Skerið laukinn og léttsteikið í olíunni. Skerið mangóið frekar smátt, bætið útí ásamt kryddinu, edikinu og vatninu. Látið sjóða í 30-40 mín. Látið kólna aðeins, setjið þá í glerkrukkur og lokið strax. Geymið í ísskáp.

MANGÓMANGÓ CHUTNEYINDLAND

.

Auglýsing