Panna Cotta

Panna Cotta Steinvör kolfreyjustaður ítalía ítalskur matur miðjarðarhafið hindberjasósu Helga, Albert, Bergþór og Steinvör á kolfreyjustað frægur ítalskur eftirréttur þýskaland
Panna Cotta með hindberjasósu

Panna cotta

Panna cotta er frægur ítalskur eftirréttur sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Mjög auðvelt er að gera panna cotta og þægilegt að geta gert hann daginn áður en á að bjóða upp á hann. Ég kynntist panna cotta á Dal Tasso, einstaklega góðum ítölskum veitingastað í Cuxhaven, Þýskalandi. Þeir voru með óvissumatseðil og þannig barst panna cotta mér í munn og er ég ævinlega þakklát fyrir að hafa rekist á þennan dásamlega eftirrétt. Jólakveðja, Steinvör á Kolfreyjustað.

STEINVÖRÍTALÍAÞÝSKALAND — KOLFREYJUSTAÐUR

.

Panna cotta: (soðinn rjómi). Uppskrift fyrir 12 manns:

7 dl mjólk

7 blöð matarlím

10 dl rjómi

2 vanillustangir

125 gr sykur

Rjóminn og sykurinn sett í pott, fræin skafin úr vanillunni og einnig sett í pottinn. Gott að seta einnig vanillustangirnar með til að fá enn meira vanillubragð. Þetta er hitað þar til sykurinn er bráðnaður og haft svo í nokkrar mínútur í viðbót svo að það komi gott bragð úr vanillunni. Hrært í af og til. Ekki láta rjómann samt sjóða en má fara alveg að suðu.

Í öðrum potti er mjólkin hituð og matarlímsblöðin leyst upp í henni. Mjólkin má alls ekki verða of heit, því þá skemmist matarlímið. Best að setja eitt blað í einu útí í einu og leysa upp hvert af öðru.

Síðan er öllu blandað saman í og kælt, hrært í annað slagið á meðan blandan kólnar. Gott að setja þetta í vask með köldu vatni á meðan þetta kólnar.

Þegar blandan er orðin köld er þessu hellt í skál eða skálar og sett inn í ísskáp í nokkra klukkutíma eða þar til þetta er orðið nógu stíft.  Flottast er að setja þetta í lítil stálmót, setja þau örsstutt í sjóðandi heitt vatn og hvolfa svo úr þeim á diska. Þá sjást vanillufræin vel en mest af þeim eru á botninum á stálfatinu. Þannig gera Ítalarnir þetta. Ef að blandan er sett í glerskálar og hvolft úr þá verða fræin eftir á glerinu svo að það hentar ekki eins vel til að hvolfa úr. Það er líka mjög smart að setja þetta í lítil glös og setja þá meðlætið ofan á.

Það er hægt að gera panna cotta daginn áður en á að borða, þetta geymist mjög vel.

Meðlæti: Oftast hef ég hindberjasósu með þessu en þá eru frosin hindber hituð í potti með smá sykri og þetta maukað létt með gaffli.  Einnig er mjög gott að bera panna cotta fram með ferskum  jarðarberjum, bláberjum eða hindberjum.  Ítalarnir hafa oft með panna cotta súkkulaðisósu eða karmellusósu en ég hef ekki prófað það.

Helga, Albert, Bergþór og Steinvör

STEINVÖRÍTALÍAÞÝSKALAND — KOLFREYJUSTAÐUR

— PANNA COTTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.