Auglýsing
Krydduð hrísgrjón með döðlum og bólivía steiktum kartöflum grænar baunir
Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum.

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Rakst á þessa uppskrift í matreiðslubók frá Bólivíu. Þar er kemur fram að hrísgrjónin geti bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat. Fallegur og góður réttur/meðlæti.

BÓLIVÍAHRÍSGRJÓN

.

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

3-4 hvítlauksrif

1/2 chili

1 msk saxað engifer

3 msk vatn

2 stórir laukar

3 msk olía

svartur pipar

2 lárviðarlauf

1/3 tsk negull

1/3 tsk kardimommuduft

salt

2-3 tómatar, saxaðir

2 tsk kóriander

1/4 tsk túrmerik

1 b basmati hrísgrjón

1/2 b frosnar grænar baunir

3 kartöflur, skornar í litla bita

2 b vatn

3 döðlur, skornar þunnt

1/4 b saxað ferskt kóriander.

Sjóðið í nokkrar mínútur hvítlauk, chile, engifer í 3 msk af vatni og látið til hliðar. Hitið 3 msk olíu á pönnu, saxið lauk og steikið ásamt kartöflunum í nokkrar mínútur bætið við hvítlauk/engifer/chilimaukinu, sjóðið í nokkrar mín. Bætið við pipar, lárviðarlaufi, kardimommum og salti og sjóðið í 1 mín. Skerið tómatana í tvennt, bætið þeim saman við og kóriander og túrmerik, sjóðið í 3 mín. bætið við hrísgrjónum, baunum og 1 1/2 b af vatni. Sjóðið við lágan hita þar til hrísgrjónin eru soðið. Stráið döðlum og kóriander yfir í lokin.

Kryddudhrisgrjon

BÓLIVÍAHRÍSGRJÓN

.

Auglýsing