Auglýsing

Á Sprengisandi

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell;
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þei þei! þei þei! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið,
álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið;
vænsta klárinn vildi ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

— — — —
..

Ég er kominn heim

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund
Kem ég heim og hitti þig
verð hjá þér alla stund

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól

Sól slær silfri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim

Að ferðalokum finn ég þig
sem ég fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já, ég er kominn heim

Sól slær silfri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim

Að ferðalokum finn ég þig
sem ég fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já, ég er kominn heim

Auglýsing