Brún lagkaka

Brún lagkaka Álfhildur jónsdóttir ísafjörður mjóifjörður djúpmannabúð smjörkrem lagterta hrærð kaka
Brún lagkaka

Brún lagkaka

Lagkökuuppskriftin er frá Álfhildi Jónsdóttur á Ísafirði sem lengi rak Djúpmannabúð, MEIRA HÉR.

„Aðaltrixið hjá mér við allan bakstur er að hræra nógu lengi, mörgum þykir kannski of mikið verið að hræra, en þetta er gamla trixið frá mömmu minni 😊 Ég var bara smá stelpa þegar ég fékk að baka allt mögulegt heima hjá mömmu en hún var líka dugleg að leiðbeina mér.” segir Álfhildur.

LAGKÖKUR — MJÓIFJÖRÐURÍSAFJÖRÐUR

.

Brún lagkaka

(Þessi uppskrift er í 4 stórar ofnskúffur)
910 g hveiti
500 g sykur
500 g smjörlíki
6 egg
4 tsk lyftiduft
1-1/4 tsk natron
5 msk kakó
4 tsk negull
5 tsk kanill
1/2 tsk salt
mjólk (hvorki of þykkt deig og ekki of þunnt. Það á ekki að leka af sleifinni vera létt að strjúka úr því)
Hrærið saman á hefðbundinn hátt.
Bakið í fjórum ofnskúffum við 180°C í um 18-20 mín.
Látið kólna

Smjörkrem

Smjörkremið er svolítið ónákvæmt hjá mér, ca. 500 gr. smjörlíki og ca. 800 gr. flórsykur og svolítið vel af vanilludropum (áreiðanlega 4-5 matskeiðar).

Smörlíkið er haft mjúkt – haft á borði yfir nótt, þeyttist mjög lengi, flórsykur smátt og smátt útí, vanilludropar í restina á hræringunni þegar þetta er farið að lyfta sér vel.

LAGKÖKUR — MJÓIFJÖRÐURÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.