Brún lagkaka
Lagkökuuppskriftin er frá Álfhildi Jónsdóttur á Ísafirði sem lengi rak Djúpmannabúð, MEIRA HÉR.
„Aðaltrixið hjá mér við allan bakstur er að hræra nógu lengi, mörgum þykir kannski of mikið verið að hræra, en þetta er gamla trixið frá mömmu minni 😊 Ég var bara smá stelpa þegar ég fékk að baka allt mögulegt heima hjá mömmu en hún var líka dugleg að leiðbeina mér.” segir Álfhildur.
— LAGKÖKUR — MJÓIFJÖRÐUR — ÍSAFJÖRÐUR —
.
Brún lagkaka
(Þessi uppskrift er í 4 stórar ofnskúffur)
910 g hveiti
500 g sykur
500 g smjörlíki
6 egg
4 tsk lyftiduft
1-1/4 tsk natron
5 msk kakó
4 tsk negull
5 tsk kanill
1/2 tsk salt
mjólk (hvorki of þykkt deig og ekki of þunnt. Það á ekki að leka af sleifinni vera létt að strjúka úr því)
Hrærið saman á hefðbundinn hátt.
Bakið í fjórum ofnskúffum við 180°C í um 18-20 mín.
Látið kólna
Smjörkrem
Smjörkremið er svolítið ónákvæmt hjá mér, ca. 500 gr. smjörlíki og ca. 800 gr. flórsykur og svolítið vel af vanilludropum (áreiðanlega 4-5 matskeiðar).
Smörlíkið er haft mjúkt – haft á borði yfir nótt, þeyttist mjög lengi, flórsykur smátt og smátt útí, vanilludropar í restina á hræringunni þegar þetta er farið að lyfta sér vel.
— LAGKÖKUR — MJÓIFJÖRÐUR — ÍSAFJÖRÐUR —
.