Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.