Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.