Auglýsing
Pólynesíur SMÁKÖKUR JÓLABAKSTUR
Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

Pólynesíur

225 g ósaltað smjör

100 g sykur

250 g KORNAX hveiti

¼ tsk lyftiduft

½ tsk salt

1 tsk vanilludropar

2 msk mjólk

Kókostoppur

500 g ljósar karamellur

250 g kókosmjöl

3 msk rjómi

½ tsk salt

100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði

Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara.
Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum.
Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman.
Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu.
Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst.
Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt.
Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál).
Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút.
Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.

Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt.
Gætið þess að hræra í því af og til svo það bakist jafnt.

Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni.

Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið.

Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan.

Pólynesíur-1-saeti
Sigurverarinn Kristín Arnórsdóttir lengst til hægri. Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.

 

Dómnefndin
Dómnefndin í smákökusamkeppni Kornax 2016: Eva Laufey Kjaran, Axel Þorsteinsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Albert Eiríksson.

— PÓLYNESÍUR —

Auglýsing