Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur SMÁKÖKUR JÓLABAKSTUR
Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

Pólynesíur

225 g ósaltað smjör

100 g sykur

250 g KORNAX hveiti

¼ tsk lyftiduft

½ tsk salt

1 tsk vanilludropar

2 msk mjólk

Kókostoppur

500 g ljósar karamellur

250 g kókosmjöl

3 msk rjómi

½ tsk salt

100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði

Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara.
Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum.
Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman.
Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu.
Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst.
Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt.
Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál).
Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút.
Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.

Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt.
Gætið þess að hræra í því af og til svo það bakist jafnt.

Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni.

Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið.

Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan.

Pólynesíur-1-saeti
Sigurverarinn Kristín Arnórsdóttir lengst til hægri. Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.

 

Dómnefndin
Dómnefndin í smákökusamkeppni Kornax 2016: Eva Laufey Kjaran, Axel Þorsteinsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Albert Eiríksson.

— PÓLYNESÍUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.