Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu.”