Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý sæmundsdóttir appelsínukaka formkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu.”

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka grand marnier formkaka appelsínur
Signý með appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

125 g smjör við stofuhita
100 g sykur
3 egg
1 tsk lyftiduft
150 g hveiti
safi af hálfri appelsínu
rifinn börkur af hálfri appelsínu
smá salt
90 gr saxað dökkt gott 70 % súkkulaði

Hrærið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjunum og síðan þurrefnunum, appelsínu og súkkulaði saman við. Setjið í form og bakið í 40 mín við 180°C.

Ofan á:

2 msk smjör
3 msk flórsykur
safi úr 1/2 appelsínu
1-2 msk Grand Marnier

Setjið allt í pott, látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir.

Hellið yfir kökuna þegar hún er farin að kólna.

SJÁ EINNIG: #2017Gestabloggari1/52

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý Albert
Albert og Signý
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

.

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

— APPELSÍNU- OG SÚKKULAÐIFORMKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Krydduð hrísgrjón

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum. Rakst á þessa uppskrift í matreiðslubók frá Bólivíu. Þar er kemur fram að hrísgrjónin geti bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat. Fallegur og góður réttur/meðlæti.

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.