Piparsveinar – verðlaunasmákökur
Piparsveinar Ástrós Guðjónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu segir Ástrós að hugmyndin að kökunum hafi kviknað í hálfgerðri tilraunastarfsemi. „Ég var nýkomin heim til Íslands og piparkúlurnar frá Nóa voru nýkomnar á markað. Mér finnst þær æðislegar og fyrsta skrefið var karamellan sjálf. Síðan bætti ég við botninum og loks hjúpnum og úr varð þessi fína smákaka,“ segir Ástrós um það hvernig Piparsveinarnir urðu til.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn