Auglýsing
Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir smákökusamkeppni kornax
Piparsveinar – verðalunasmákökur Ástrósar

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Hún seg­ir að sig­ur­inn hafi vissu­lega komið á óvart en þó ekki þar sem hún hafi haft trölla­trú á Pip­ar­svein­un­um. „Ég tók þátt í keppn­inni fyr­ir tveim­ur árum og lenti þá í öðru sæti. Í þetta sinn fannst mér ég með betri kök­ur. Ég átti alls ekki von á að vinna en ég varð samt ekk­ert stein­hissa,“ seg­ir Ástrós.

Auglýsing

SMÁKÖKURJÓLIN

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Pip­ar­svein­ar

Pip­ar­kúluk­ara­mella

2 pok­ar pip­ar­kúl­ur frá Nóa-Síríusi

250 ml rjómi

Setjið pip­ar­kúl­ur og rjóma í pott, bræðið sam­an á miðlungs­hita og látið þykkna í pott­in­um. Það get­ur tekið smá­tíma. Mjög mik­il­vægt er að hræra í pott­in­um all­an tím­ann, ann­ars er hætta á að kara­mell­an brenni við.
Kælið í ís­skáp ca 4-6 klukku­stund­ir til að kara­mell­an nái að þykkna, en ekki leng­ur svo að hún verði ekki of hörð.

Kó­kos­botn:

125 g KORN­AX-hveiti

125 g syk­ur

125 g kó­kos­mjöl

125 g smjör v/​stofu­hita

1 egg

Öllu er blandað í skál og hrært sam­an. Gott er að byrja á að hræra deigið sam­an í vél og þegar smjörið er farið að mýkj­ast er gott að taka deigið upp úr og hnoða það bet­ur sam­an með hönd­un­um.
Gerið litl­ar kúl­ur úr deig­inu og fletjið aðeins út, setjið á plötu og inn í ofn.
Kök­urn­ar eru bakaðar við 180°C í 5-7 mín­út­ur.
Þegar botn­arn­ir og kara­mell­an eru til­bú­in smyrj­um við kara­mell­unni á botn­ana og hjúp­um þá með suðusúkkulaði frá Nóa-Síríusi. Einnig er fal­legt að nota bráðið hvítt súkkulaði til skreyt­ing­ar.

Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sylwía Olzewska,
Vinningshafarnir 2017: Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).
Magga, Tobba, Silja og Albert
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

— PIPARSVEINAR – VERÐLAUNAKÖKUR —