Gazpacho súpa

Gazpacho tómatsúpa tómatasúpa Tómatar súpa súpa spánn spánskur matur spænskur
Gazpacho súpa

Gazpacho súpa

Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.Gazpacho “Del gazpacho no hay empacho” er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

TÓMATSÚPURSÚPURSPÁNN

.

Gazpacho súpa

3 þroskaðir tómatar, afhýddir og saxaðir

1/2 rauðlaukur

1/2 gúrka

1/2 græn paprika, skorin gróft

1 stilkur sellerý

2 msk saxaður graslaukur

1 hvítlauksrif

1/8 b rauðvínsedik

1/8 b ólífuolía

1 msk ferskur sítrónusafi

salt og pipar

1/2 tsk Worcestershire sósa

2 b tómatsafi

Skerið grænmetið í hæfilega bita fyrir matvinnsluvélina. Setjið allt í hana og maukið hæfilega vel. Bætið við vatni ef ykkur finnst súpan of þykk.

Gazpacho

Á Wikipedia má lesa meira um Gazpacho súpu

TÓMATSÚPURSÚPURSPÁNN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.