Fyrirlestrar

Albert og Bergþór
Albert og Bergþór

Fyrir nokkrum árum tókum við Bergþór mataræði okkar í gegn. Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir á sjálfum okkur gerðumst við vegan (borðum eins lítið af dýraafurðum og við komumst af með), fyrst til prufu í nokkra mánuði en líkaði svo vel að þremur árum síðar neytum við svo að segja eingöngu matar úr jurtaríkinu og líður vel af. Fjölmargt breyttist í lífi okkar með því einu að breyta matnum.
Lífsmáti okkar hefur vakið forvitni og margir tilbúnir að prófa léttara og hollara fæði en vita ekki alveg hvernig á að byrja. Í framhaldi af því höfum við sett saman fyrirlestur/námskeið þar sem við segjum frá því hvernig er auðvelt að byrja rólega, hvað breyttist í lífi okkar og gefum fólki að smakka á gómsætum réttum.

Nánari upplýsingar: albert.eiriksson (hjá) gmail.com