Fyrirlestrar

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson fyrirlestur fyrirlestrar kurteisi borðsiðir matur matur er fyrir öllu. herramannafyrirlestur samskipti
Albert og Bergþór

Fyrirlestrar – já. við höldum fyrirlestra.

A. Betri sambönd.

Góð sambönd og samskipti einkennast af mörgum ólíkum þáttum, sem eðlilega eru mismunandi eftir fólki. Á fyrirlestrinum er farið yfir, á léttum nótum, góða punkta sem nýtist fólki hvort sem í hjónaböndum eða í hinu daglega lífi. Skondnar persónulegar reynslusögur sagðar og fleira skemmtilegt.

B. Matur er fyrir öllu.

Það má með sanni segja að að matur sé fyrir öllu. Hins vegar getur verið snúið að finna út hvað fer vel í okkur og hvað fer síður vel í okkur. Gott er að hafa í huga: Að stórum hluta erum við ábyrg fyrir eigin heilsu og muna að það er aldrei of seint að byrja. Hollur kjarngóður alvöru matur gerir okkur gott, hreyfing og nærandi félagsskapur hefur einnig mikil áhrif.
„Þó ég sé frekar upptekinn af hollum mat þá er markmiðið ekki að verða 125 ára heldur að líða vel og lifa sæmilega góðu lífi núna og það sem ég á eftir. Að tengja næringu og líðan ásamt því að skilja af hverju sumt sem var að hrjá mig hefur lagast gerir mig mun meðvitaðri um hvernig ég vil hafa áframhaldið.” segir Albert.

C. Herramannafyrirlestur.

Fyrirlestur fyrir stráka á öllum aldri, MEIRA HÉR.

Nánari upplýsingar: albert.eiriksson@gmail.com eða SENDA PÓST

.

 

Fyrirlesturinn matur er fyrir öllu

VEISLURNAR

.