
Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi
Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.
— JÓLAMATUR — SALÖT — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR —
.
Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi
2 rauð epli
2 b saxaðar niðursoðnar rauðrófur (alls ekki of fínt saxaðar)
2 dl rjómi
1 dl mæjónes
Afhýðið epli og skerið í bita. Stífþeytið rjómann og bætið mæjónesi, rauðrófum og eplum saman við. Látið bíða í ísskáp í nokkrar klst.


— JÓLAMATUR — SALÖT — HÁTÍÐLEGT MEÐLÆTI — RAUÐRÓFUR —
— JÓLALEGT EPLA- OG RAUÐRÓFUSALAT —
–
Hæ, hæ bakar þú rauðriófurnar fyrst og kælir 🙃
🎄Með hátíðarkveðju 🎄
Það eru niðursoðnar rauðrófur í salatinu
http://www.alberteldar.com/2016/12/06/nidursodnar-raudrofur-med-kanil/
Þetta salat geri ég alltaf á jóladag með síldinni, nokkuð sem ég vandist á æskuheimili
mínu. Það er einnig gott ofan á ristað brauð, með heimabökuðu hafra- eða rúgkexi og alveg er ég viss um að það er gott með lambasteik. Það verður gert við fyrsta tækifæri.
Kærar þakkir fyrir góðar uppskriftir og ráð.
Með bestu óskum um gleðilegt ár 2017.
Við gerðum svona fyrir gamlárskvöld með nautasteikinni. Mjög gott. 🙂
Hvað þýðir 2.b rauðrófur
b. er stytting á bolli í uppskriftum
Comments are closed.