Auglýsing
Kryddbrauð mömmu, Elfa Bára, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga
Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu

Ó hvað kryddbrauð er gott, bæði ilmurinn sem kemur þegar það er í ofninum og líka nýbakað brauðið með góðu viðbiti. Einfalt og gott.

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Kryddbrauð mömmu

3 dl hveiti
3 dl haframjöl
2 dl sykur
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
2 tsk. matarsódi
3 dl mjólk
1 stórt egg

Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.

Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.

Gott að bera fram með smjöri og osti.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

grunnskóli fáskrúðsfjarðar Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.
Þetta góða brauð kom Elfa Bára bekkjarsystir mín úr grunnskóla með þegar við hittumst fyrr í sumar. Frá vinstri: Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.

..

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

— KRYDDBRAUÐ MÖMMU —

..

Auglýsing