Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu, Elfa Bára, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga
Kryddbrauð mömmu

Kryddbrauð mömmu

Ó hvað kryddbrauð er gott, bæði ilmurinn sem kemur þegar það er í ofninum og líka nýbakað brauðið með góðu viðbiti. Einfalt og gott.

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Kryddbrauð mömmu

3 dl hveiti
3 dl haframjöl
2 dl sykur
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
2 tsk. matarsódi
3 dl mjólk
1 stórt egg

Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.

Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.

Gott að bera fram með smjöri og osti.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

grunnskóli fáskrúðsfjarðar Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.
Þetta góða brauð kom Elfa Bára bekkjarsystir mín úr grunnskóla með þegar við hittumst fyrr í sumar. Frá vinstri: Stefán Geir, Jóhanna, Albert, Sigurbjörg, Andrea og Elfa Bára.

..

 KRYDDBRAUР— BRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

— KRYDDBRAUÐ MÖMMU —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn

Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu. Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina