Auglýsing
Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri heiðdís Laufey Birna
Heiðdís og Laufey með bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri. Í dag er kjörið að baka brauð. Þetta er góð blanda: hnetusmjör, bananar og súkkulaði. Eins og öllum ætti að vera ljóst er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Alvöru dökkt súkkulaði er miklu betra og hollara.

BANANABRAUР— HNETUSMJÖR

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

1 b hveiti
1 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 b stappaðir bananar
1/3 b mjólk
1/3 b hnetusmjör
4 msk olía
2 egg
1 b gott dökkt súkkulaði, skorið í bita
1/2 b saxaðar hnetur (hesli hnetur)
Setjið fyrst þurrefnin í hrærivélaskál, síðan allt hitt. Hrærið saman um stund og
bakið í 50-60 mín á 180°C

Auglýsing