Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri heiðdís Laufey Birna
Heiðdís og Laufey með bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Í dag er kjörið að baka brauð. Þetta er góð blanda: hnetusmjör, bananar og súkkulaði. Eins og öllum ætti að vera ljóst er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Alvöru dökkt súkkulaði er miklu betra og hollara.

BANANABRAUР— HNETUSMJÖR

.

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

1 b hveiti
1 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 b stappaðir bananar
1/3 b mjólk
1/3 b hnetusmjör
4 msk olía
2 egg
1 b gott dökkt súkkulaði, skorið í bita
1/2 b saxaðar hnetur (hesli hnetur)
Setjið fyrst þurrefnin í hrærivélaskál, síðan allt hitt. Hrærið saman um stund og
bakið í 50-60 mín á 180°C

BANANABRAUР— HNETUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum. Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.

Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR. Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

Fyrri færsla
Næsta færsla