
Sérrývætt möndluterta með ananasfrómas
Það er einhver hátíðarstemning yfir ananasfrómas. Svo ég tali nú ekki um sérrývættum möndlubotni. Þessi undurgóða og mjúka terta getur bæði verið sem kaffimeðlæti eða eftirréttur.
— ANANAS — FRÓMAS — TERTUR — SÉRRÝ —
.
Möndluterta með ananasfrómas
50 g mjúkt smjör
1 dl sykur
2 egg
2/3 dl olía
1 dl hveiti
2/3 tsk lyftiduft
1/3 tsk salt
2/3 dl möndluflögur
Þeytið vel saman smjöri og sykri. Bætið við eggjum síðan olíu. Loks hveiti, lyftidufti, salt og möndluflögur.
Bakið við 175°C í um 15 mín. Látið kólna.
ofan á tertuna
3 msk sérrý
3 msk bláberjasulta
Hellið sérrýinu yfir kökuna og dreifið úr sultunni.
Ananasfrómas
2 egg
2 msk sykur
1 1/2 dl rjómi
1/2 tsk vanilla
safi úr 1/2 sítrónu
2 matarlímsblöð
1 lítil dós ananaskurl
Hellið safanum af ananaskurlinu í skál og bætið við sítrónusafa. Bleytið matarlímsblöð í köldu vanti og setjið saman við. Bræðið í vatnsbaði.
Þeytið egg og sykur. Stífþeytið rjóma, setjið hann saman við eggjahræruna og svo ananaskurlinu. Hellið brædda matarlíminu saman við í mjórri bunu og hrærið í á meðan.
Hellið yfir tertuna og kælið vel.

🍍
— ANANAS — FRÓMAS — TERTUR — SÉRRÝ —
— SÉRRÝVÆTT MÖNDLUTERTA MEÐ ANANASFRÓMAS —
🍍