Auglýsing
Möndluterta með ananasfrómas möndlukaka ananas terta kaka sérrý möndlur bláberjasulta
Sérrývætt möndluterta með ananasfrómas

Sérrývætt möndluterta með ananasfrómas

Það er einhver hátíðarstemning yfir ananasfrómas. Svo ég tali nú ekki um sérrývættum möndlubotni. Þessi undurgóða og mjúka terta getur bæði verið sem kaffimeðlæti eða eftirréttur.

— ANANASFRÓMASTERTURSÉRRÝ

.

Möndluterta með ananasfrómas

50 g mjúkt smjör
1 dl sykur
2 egg
2/3 dl olía
1 dl hveiti
2/3 tsk lyftiduft
1/3 tsk salt
2/3 dl möndluflögur
Þeytið vel saman smjöri og sykri. Bætið við eggjum síðan olíu. Loks hveiti, lyftidufti, salt og möndluflögur.
Bakið við 175°C í um 15 mín. Látið kólna.

ofan á tertuna
3 msk sérrý
3 msk bláberjasulta
Hellið sérrýinu yfir kökuna og dreifið úr sultunni.

Ananasfrómas
2 egg
2 msk sykur
1 1/2 dl rjómi
1/2 tsk vanilla
safi úr 1/2 sítrónu
2 matarlímsblöð
1 lítil dós ananaskurl

Hellið safanum af ananaskurlinu í skál og bætið við sítrónusafa. Bleytið matarlímsblöð í köldu vanti og setjið saman við. Bræðið í vatnsbaði.
Þeytið egg og sykur. Stífþeytið rjóma, setjið hann saman við eggjahræruna og svo ananaskurlinu. Hellið brædda matarlíminu saman við í mjórri bunu og hrærið í á meðan.
Hellið yfir tertuna og kælið vel.

Tertan var útbúin fyrir jólablað Morgunblaðsins

🍍

— ANANASFRÓMASTERTURSÉRRÝ

— SÉRRÝVÆTT MÖNDLUTERTA MEÐ ANANASFRÓMAS —

🍍

Auglýsing