Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum halldór smárason ítalía ítalskur Sætabrauðsdrengirnir Gissur páll Garðar Thór ítalskur matur
Garðar Thór og Gissur Páll taka stöðuna

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum.

Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað. Fyrstu tónleikarnir voru á Dalvík á sunnudaginn og í kvöld og annað kvöld verða þeir piltar í Hörpu. Gissur Páll, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu, eldaði Boeuf bourguignon á meðan hann æfði.

FRAKKLANDGISSUR PÁLLKJÚKLINGURGARÐAR THÓR

.

Garðar Thor Gissur Páll Sætabrauðsdrengirnir
Garðar Thor og Gissur Páll finna ilminn

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrir 4 til 6

1kg nautavöðvi að eigin vali skorinn í ca 2 cm bita á alla kanta
4 sellerístangir
4-6 gulrætur
4-6 hvítlauksrif
2 laukar
50-100 g sveppir
tvær dósir af hreinum tómötum í dós (maukað með töfrasprota)
1 flaska af ódýru frönsku rauðvíni
ca. 2-4 teskeiðar af salti eða eftir smekk
ca 1-2 teskeiðar af nýmöluðum pipar eða eftir smekk
8 einiber
4-6 blöð af lárviðarlaufi
1 msk timian eða eftir smekk má einnig nota herbs de provence
1 tsk nautakraftur
1 tsk sveppakraftur
1,5 kg kartöflur.

Kjötið steikt á pönnu við háan hita og saltað og piprað.
Grænmetið skorið passlega gróft og brúnað á pönnu og að sjálfsögðu er hvítlaukurinn settur síðastur á pönnuna svo að hann brenni ekki.
Tómatarnir maukaðir og settir í stóran pott.
Öllu saman hellt í pottinn og einiberjunum, lárviðarlaufunum, kraftinum, salti, pipar og timian bætt útí. Hálfri flösku af rauðvíninu hellt útí og suða látin koma upp.
Soðið í ca klst og þá er restinni af rauðvíninu hellt í pottinn og látið malla í klukkustund í viðbót við rólega suðu.

Kartöflurnar þvegnar vel og skornar í netta báta eða bita.
Eftir skurðinn er gott að láta kartöflurnar í heitt vatn í ca 10-20 mín. Þannig losa þær sterkju og verða bragðbetri og stökkari.

Kartöflurnar þerraðar og hellt í eldfast fat ólífuolíu hellt yfir og saltað nokkuð vel.

Ofninn hitaður að ca 200 gráðum og kartöflurnar bakaðar í ca 40 mín til klst.

.

FRAKKLANDGISSUR PÁLLKJÚKLINGURGARÐAR THÓR

BOEUF BOURGUIGNON

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...

Vegan – fyrir og eftir

Vegan Before After

Vegan - fyrir og eftir. Nú stendur yfir veganúar, fyrirmyndin er Veganuary.com.  Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.