Jarðarberjaterta

Jardarberjaterta, Jarðarber, kókosmjöl, rjómi, Nýársdagur, Brimnes, Hulda Steinsdóttir Fáskrúðsfjörður nýjársdagur kaka terta jarðarberjarjómi hefð hefðir
Jarðarberjatertan góða, ein sú allra besta

Jarðarberjaterta

Hef áður nefnt hér eftirminnilegar tertuhefðir í barnæsku minni… æ, hvaða hvaða, ég fer að verða eins og Nigella, hún er alltaf að tala um matinn þegar hún var að alast upp…. Nema hvað á sumardaginn fyrsta bakaði mamma alltaf Sólskinstertu, ægigóða köku með vænum slurk af möndludropum (svo húsið angaði í þrjá daga á eftir), kakan var borin fram með karamellusósu. Á nýársdag, eins langt og elstu menn muna, hefur verið jarðarberjaterta á boðstólnum á Brimnesi – dásamlega góð 🙂 Það er svo ágætt að hafa í huga að botnana má baka tímanlega og frysta, þeir breytast ekkert við það. Svo er kjörið að vakna snemma á nýársdag (NOT) og setja jarðarberjarjómann á milli botnanna á meðan 9. sinfónía Beethovens hljómar í útvarpinu.

🍓

— MARENGSAR — JARÐARBERSÓLSKINSTERTA — BRIMNESFÁSKRÚÐSFJÖRÐURJARÐARBERJATERTURHEFÐIR

🍓

Jarðarberjaterta

Botnar:

4 eggjahvítur
1 b sykur
2 b kókosmjöl
1/2 tsk salt
100 brytjað suðusúkkulaði (dökkt gott súkkulaði)

 Á milli:

1/4 l rjómi
1 heildós jarðarber
fersk jarðarber til skrauts

Þeytið eggjahvítur og sykur MJÖG vel. Bætið kókosmjöli, súkkulaði og salti saman við með sleikju. Leggið kringlótt form á bökunarpappír og teiknið tvo hringi. Setjið deigið í hringina tvo og bakið við 130° í uþb 30 mín (eða lengur). Kælið. Stífþeytið rjómann. Hellið safanum af jarðarberjunum og bætið saman við rjómann. Setjið á milli botnanna og látið standa í 7-10 klst. í ísskáp.

MARENGSARJARÐARBER

Jardarberjaterta, Jarðarber, kókosmjöl, rjómi, Nýársdagur, Brimnes, Hulda Steinsdóttir Fáskrúðsfjörður nýjársdagur kaka terta jarðarberjarjómi
Jarðarberjaterta
Nýársterta marengs jarðarberjarjómi jarðarberjaterta
Myndir frá nýársboði fjölskyldunnar

🍓

— MARENGSAR — JARÐARBERSÓLSKINSTERTA — BRIMNESFÁSKRÚÐSFJÖRÐURJARÐARBERJATERTURHEFÐIR

— JARÐARBERJATERTAN —

🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla