Jarðarberjaterta

Jardarberjaterta, Jarðarber, kókosmjöl, rjómi, Nýársdagur, Brimnes, Hulda Steinsdóttir Fáskrúðsfjörður nýjársdagur kaka terta jarðarberjarjómi hefð hefðir
Jarðarberjatertan góða, ein sú allra besta

Jarðarberjaterta

Hef áður nefnt hér eftirminnilegar tertuhefðir í barnæsku minni… æ, hvaða hvaða, ég fer að verða eins og Nigella, hún er alltaf að tala um matinn þegar hún var að alast upp…. Nema hvað á sumardaginn fyrsta bakaði mamma alltaf Sólskinstertu, ægigóða köku með vænum slurk af möndludropum (svo húsið angaði í þrjá daga á eftir), kakan var borin fram með karamellusósu. Á nýársdag, eins langt og elstu menn muna, hefur verið jarðarberjaterta á boðstólnum á Brimnesi – dásamlega góð 🙂 Það er svo ágætt að hafa í huga að botnana má baka tímanlega og frysta, þeir breytast ekkert við það. Svo er kjörið að vakna snemma á nýársdag (NOT) og setja jarðarberjarjómann á milli botnanna á meðan 9. sinfónía Beethovens hljómar í útvarpinu.

🍓

— MARENGSAR — JARÐARBERSÓLSKINSTERTA — BRIMNESFÁSKRÚÐSFJÖRÐURJARÐARBERJATERTURHEFÐIR

🍓

Jarðarberjaterta

Botnar:

4 eggjahvítur
1 b sykur
2 b kókosmjöl
1/2 tsk salt
100 brytjað suðusúkkulaði (dökkt gott súkkulaði)

 Á milli:

1/4 l rjómi
1 heildós jarðarber
fersk jarðarber til skrauts

Þeytið eggjahvítur og sykur MJÖG vel. Bætið kókosmjöli, súkkulaði og salti saman við með sleikju. Leggið kringlótt form á bökunarpappír og teiknið tvo hringi. Setjið deigið í hringina tvo og bakið við 130° í uþb 30 mín (eða lengur). Kælið. Stífþeytið rjómann. Hellið safanum af jarðarberjunum og bætið saman við rjómann. Setjið á milli botnanna og látið standa í 7-10 klst. í ísskáp.

MARENGSARJARÐARBER

Jardarberjaterta, Jarðarber, kókosmjöl, rjómi, Nýársdagur, Brimnes, Hulda Steinsdóttir Fáskrúðsfjörður nýjársdagur kaka terta jarðarberjarjómi
Jarðarberjaterta
Nýársterta marengs jarðarberjarjómi jarðarberjaterta
Myndir frá nýársboði fjölskyldunnar

🍓

— MARENGSAR — JARÐARBERSÓLSKINSTERTA — BRIMNESFÁSKRÚÐSFJÖRÐURJARÐARBERJATERTURHEFÐIR

— JARÐARBERJATERTAN —

🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum - ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Fyrri færsla
Næsta færsla