Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum halldór smárason ítalía ítalskur Sætabrauðsdrengirnir Gissur páll Garðar Thór ítalskur matur
Garðar Thór og Gissur Páll taka stöðuna

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum.

Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað. Fyrstu tónleikarnir voru á Dalvík á sunnudaginn og í kvöld og annað kvöld verða þeir piltar í Hörpu. Gissur Páll, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu, eldaði Boeuf bourguignon á meðan hann æfði.

FRAKKLANDGISSUR PÁLLKJÚKLINGURGARÐAR THÓR

.

Garðar Thor Gissur Páll Sætabrauðsdrengirnir
Garðar Thor og Gissur Páll finna ilminn

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrir 4 til 6

1kg nautavöðvi að eigin vali skorinn í ca 2 cm bita á alla kanta
4 sellerístangir
4-6 gulrætur
4-6 hvítlauksrif
2 laukar
50-100 g sveppir
tvær dósir af hreinum tómötum í dós (maukað með töfrasprota)
1 flaska af ódýru frönsku rauðvíni
ca. 2-4 teskeiðar af salti eða eftir smekk
ca 1-2 teskeiðar af nýmöluðum pipar eða eftir smekk
8 einiber
4-6 blöð af lárviðarlaufi
1 msk timian eða eftir smekk má einnig nota herbs de provence
1 tsk nautakraftur
1 tsk sveppakraftur
1,5 kg kartöflur.

Kjötið steikt á pönnu við háan hita og saltað og piprað.
Grænmetið skorið passlega gróft og brúnað á pönnu og að sjálfsögðu er hvítlaukurinn settur síðastur á pönnuna svo að hann brenni ekki.
Tómatarnir maukaðir og settir í stóran pott.
Öllu saman hellt í pottinn og einiberjunum, lárviðarlaufunum, kraftinum, salti, pipar og timian bætt útí. Hálfri flösku af rauðvíninu hellt útí og suða látin koma upp.
Soðið í ca klst og þá er restinni af rauðvíninu hellt í pottinn og látið malla í klukkustund í viðbót við rólega suðu.

Kartöflurnar þvegnar vel og skornar í netta báta eða bita.
Eftir skurðinn er gott að láta kartöflurnar í heitt vatn í ca 10-20 mín. Þannig losa þær sterkju og verða bragðbetri og stökkari.

Kartöflurnar þerraðar og hellt í eldfast fat ólífuolíu hellt yfir og saltað nokkuð vel.

Ofninn hitaður að ca 200 gráðum og kartöflurnar bakaðar í ca 40 mín til klst.

.

FRAKKLANDGISSUR PÁLLKJÚKLINGURGARÐAR THÓR

BOEUF BOURGUIGNON

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.