Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Brimketill Seltjörn Galaxy Caramel terta Peru- og makkarónueftirréttur Vorferð og kaffi hjá Stína Ben ÁRdís hulda, Bergþór Brimnes Guðmundur Örn Páll Sólveig, Einar Vilborg Sirrý Andri björn Elín lilja
Albert, Árdís, Bergþór, Guðmundur, Páll, Elín Lilja, Sólveig, Sirrý, Andri Björn, Einar og Vilborg

Vorferð og kaffi hjá Stínu Ben

Við Brimnesfjölskyldan förum stundum saman dagstúra. Þeir enda alltaf eins, við biðjum einhvern að bjóða okkur í kaffi (eða bjóðum okkur í kaffi). Ferðirnar heita ýmist vorferð, sumarferð, haustferð eða vetrarferð. Vorferðin núna var um Suðurnesin í einstaklega fallegu veðri. Tvær elstu systur mínar eru leiðsögukonur og það bunaðist upp úr þeim fróðleikurinn alla leiðina. Við enduðum svo í kaffi hjá Stínu Ben og dætrum hennar. Það er nú ekki komið að tómum kofanum þar. Peru- og makkarónueftirrétturinn er skáldskapur Stínu en Galaxy karamellutertan er af síðunni Bjarneyogco.com

STÍNA BENTERTURKAFFIMEÐLÆTIBRIMNES

.

Peru- og makkarónueftirréttur
Peru- og makkarónueftirréttur

Peru- og makkarónueftirréttur.

Svo er þessi með perunum er makkónukökur. Hér eru engin hlutföll. Makkarónur settar á botninn á formi og bleyttar með perusafa. Þeyttur rjómi settur yfir svo perur í sneiðum..svo setti ég smá Nóa kropp yfir og daim kurl😀

Galaxy Caramel terta
Galaxy Caramel terta

Galaxy Caramel terta

Botnar:

3 eggjahvítur

200 gr. púðursykur

100 gr. sykur

100 gr. kelloggs

Fylling:

1 stór rjómi þeyttur

1 plata af Galaxy Caramel

Á toppinn, brædd karamella t.d. nokkrar karamellur bræddar í potti með smá rjóma skvettu og 1 plata Galaxy Caramel í litlum bitum.

Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum samanvið. Stífþeytið. Blandið svo muldu Kelloggs saman við rólega með sleikju. Smyrjið í tvo hringi á sitthvora bökunarplötuna með bökunarpappír undir og bakið við 130 gr. í 50 mín.

Þeytið rjómann. Bræðið eina plötu af Galaxy Caramel og setjið 2-3 msk. af þeyttum rjóma útí og þynnið þannig aðeins súkkulaðið. Kælið og blandið svo varlega saman við rjómann. Setjið á milli botnanna og skreytið svo toppinn. Uppskriftin er af síðunni Bjargeyogco.com 

Seltjörn
Seltjörn
Brimketill
Göngustígurinn að Brimkatli
Hafnir
Hafnir

.

— VORFERÐ OG KAFFI HJÁ STÍNU BEN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave