Appelsínublúndur

Appelsínublúndur appelsínur appelsínusmákökur jólasmákökur Appelsínublúndur smákökur Svanhvít Yrsa Árnadóttir smákökusamkeppni jólasmákökur jólabakstur jólin jól heiðar jónsson
Appelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

.

Appelsínublúndur
Starfsfólk og dómarar í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Svanhvít Yrsa er önnur frá vinstri í fremri röð

Appelsínublúndur

70 g smjör

70 g haframjöl

110 g sykur

1 egg

1 tsk hveiti

1 tsk lyftiduft

150 – 200 g rjómasúkkulaði með appelsínubragði

Smjörið er brætt í potti við vægan hita. Haframjöli er hrært út í. Blandan á að vera ylvolg. Þá er sykri og eggi hrært í og síðan hveiti og lyftidufti. Gott er að láta deigið standa í 10-15 mínútur. Bakið á plötu með bökunarpappír. Deigið er sett í doppur á stærð við krónupening. Hámark 6-9 á hverja plötu því að kökurnar renna mikið út. Bakað við 180° í 5-6 mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegan lit. Dýfið kökunum til hálfs í brætt súkkulaðið og látið storkna á bökunarpappír.

Verði ykkur að góðu! J

Appelsínublúndur
Mikill metnaður var í framsetningu.
Appelsínublúndur
Dómnefndin að störfum, Albert, Heiðar og Bergþór.

— SMÁKÖKURJÓLINJÓLINAPPELSÍNURHEIÐAR JÓNSSONSMÁKÖKUSAMKEPPNI

— APPELSÍNUBLÚNDUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.