Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti hálfdán sveinsson margrét jónsdóttir njarðvík

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Svo er um fleiri. Það er exótískt ævintýri að gera sér ferð á Hótel Siglunes, njóta þar lystisemda í mat og drykk, eins og manni hefði verið skotið í röri á sekúndubragði til Marokkó.

Albert Bergþór Páll Bergþórsson
Birta Árdal var á Siglufirði við framleiðslu á Ófærð, en hún er gift Marokkóbúa. Hálfdán Sveinsson, eigandi Hótel Sigluness, bað hana að ráðleggja sér um stað í Marokkó sem væri ekki fullur af ferðafólki, en væri ævintýri og hefði topp-veitingastaði. Hún benti honum á Essaouria, skammt frá Agadir. Þar fór hann á veitingastað með hæstu einkunnina og hugsaði með sér að svona undur í matargerð þyrfti að finnast á Íslandi.
Eigandi staðarins settist hjá honum. Hann sagðist eiga þrjár konur, en í Marokkó er leyfilegt að eiga fjórar konur. Hálfdán sagðist vilja gera við hann samning sem hann gæti ekki hafnað, fjórðu eiginkonuna skyldi hann fá, en í staðinn tæki Hálfdán kokkinn með sér til Íslands.
Þetta var auðvitað í gríni, en til að gera langa sögu stutta er Jaouad búinn að vera á Hótel Siglunesi á annað ár og orðspor hans hefur farið eins og eldur í sinu um landið.
Það var því í meira lagi spennandi að komast í tæri við þennan fræga mann, en maturinn var hreinlega undursamlegur og stóð fullkomlega undir væntingum.

Við fengum for-forrétt, mjúka og bragðmikla grænmetissúpu með kúmmín-kóríander sinfóníunni ásamt engifer og hvítlauk og arganolíu ofan á. Súpan var rétt byrjunin á ólýsanlegu matarkvöldi.

Salötin, lax, osta og tvö önnur – Þetta var hvert öðru betra og í þeim var miklu meira en það sem stóð skrifað á matseðlinum.

Það er eiginlega ekki hægt að koma upplifun okkar í orð þegar við fengum aðalréttina sem allir voru bornir fram í taginum: Lamba, kjúklinga, lax, grænmetis. Til að toppa þetta allt var borið fram kúskús með vanillu og kanil – ég legg bara ekki meira á ykkur.

Það er ekki síður ævintýri að dvelja á hótelinu, en Hálfdán fékk Elínu Þorsteinsdóttur, innanhússarkitekt, til að gera húsnæðið upp í ótrúlega töff retro stíl. Hálfdán er mikill listunnandi og fékk Huldu Vilhjálmsdóttur til að mála tugi listaverka sem prýða hótelið, en auk þess eru margir myndskúlptúrar eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

Eyjólfur Eyjólfsson Bergþór Páll Bergþórsson

Siglufjörður

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.