Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur - suðutími hvað á að sjóða hrogn og lifur lengi gota ÞORSKHROGN ÞORSKLIFUR rúgbrauð kartöflur soðning hrognabelgur
Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur – suðutími

Upp er runninn hrogna- og lifrartíminn – við erum að tala um botnlausa hollustu gott fólk. Eins og gengur fer lengd suðutímans eftir stærð/þykkt hrognanna. Einfaldast er að sjóða fisk, hrogn og lifur saman í víðum potti, sjá neðar. Ef þið eruð stressuð yfir að hrognabrókin springi má vefja álpappír eða filmu varlega utan um hana fyrir suðu. Gott er að bera fram með nýsoðnum kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

Hrogn og lifur – suðutími

Best er að gera þetta í þessari röð:

Setjið kartöflur í pott og sjóðið – þær þurfa um 20 mín suðu (fer auðvitað eftir stærð)

Setjið hrogn í víðan pott, saltið og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið varlega í 10 mín. bætið þá við fiskinum (þorski eða ýsu) og sjóðið áfram í 10 mín – áfram varlega svo hrognabrókin springi ekki.

Þegar 5 mín. eru eftir af suðutímanum, bætið þá við lifrinni í pottinn með hrognunum og fiskinum.

Færið varlega upp á fat. Berið fram með kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla