Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur - suðutími hvað á að sjóða hrogn og lifur lengi gota ÞORSKHROGN ÞORSKLIFUR rúgbrauð kartöflur soðning hrognabelgur
Hrogn og lifur – suðutími

Hrogn og lifur – suðutími

Upp er runninn hrogna- og lifrartíminn – við erum að tala um botnlausa hollustu gott fólk. Eins og gengur fer lengd suðutímans eftir stærð/þykkt hrognanna. Einfaldast er að sjóða fisk, hrogn og lifur saman í víðum potti, sjá neðar. Ef þið eruð stressuð yfir að hrognabrókin springi má vefja álpappír eða filmu varlega utan um hana fyrir suðu. Gott er að bera fram með nýsoðnum kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

Hrogn og lifur – suðutími

Best er að gera þetta í þessari röð:

Setjið kartöflur í pott og sjóðið – þær þurfa um 20 mín suðu (fer auðvitað eftir stærð)

Setjið hrogn í víðan pott, saltið og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið varlega í 10 mín. bætið þá við fiskinum (þorski eða ýsu) og sjóðið áfram í 10 mín – áfram varlega svo hrognabrókin springi ekki.

Þegar 5 mín. eru eftir af suðutímanum, bætið þá við lifrinni í pottinn með hrognunum og fiskinum.

Færið varlega upp á fat. Berið fram með kartöflum og rúgbrauði.

HROGNLIFURFISKURÍSLENSKTRÚGBRAUÐHROGNABRÓK

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu. Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina

Sætkartöflumús

Saetkartoflumus

Sætkartöflumús. Það er gott að krydda „venjulega" kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

Fyrri færsla
Næsta færsla