Karamellutertan góða

Kornflexterta, Korn fleks, terta, kaffimeðlæti, Þuríður Sigurðardóttir, kaka kaffimeðlæti þura söngkona
Karamellutertan góða

Karamellutertan góða

Þuríður Sigurðardóttir söngkonan skemmtilega var með þessa ægigóðu tertu er hún bauð nokkrum vinum til veislu. Færslan um matarboðið er HÉR

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

.

KARAMELLUTERTA

3 egg
1 bolli sykur
100 g möndluflögur
1 bolli mulið Corn Flakes
1 tsk lyftiduft
100 g suðusúkkulaði, skorið í bita
Þeytið vel sama egg og sykur, bætið við  möndluflögum, Cornflexi, lyftidufti og súkkulaði. Setjið í tvö 25 sm form, með bökunarpappír í botninum.
Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín. við 175°C.

Karamellubráð:
2 dl rjómi
½ bolli sykur
2 msk sýróp

Soðið saman – Betra að hafa pottinn ekki mjög lítinn, það sýður auðveldlega uppúr. Hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún hefur þykknað. Þá er hún tekin af hellunni og bætt út í 30 gr. smjör, vanilludropum og loks eggjarauðu, þegar blandan hefur kólnað aðeins.
Þegar botnarnir hafa kólnað er bökunarpappírnum flett af og karamellubráðin lögð á milli botnanna. Að lokum fara 100 gr. brætt suðusúkkulaði yfir tertuna og látið kólna. Borin fram með þeyttum rjóma.
Það er upplagt að frysta þessa tertu en þá fer súkkulaðið yfir þegar hún hefur þiðnað.

Karamellutertan góða

 

Karamellutertan góða þuríður sigurðar
Þuríður Sigurðardóttir

🌸

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

— KARAMELLUTERTAN GÓÐA —

🌸🌸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.