Karamellutertan góða

Kornflexterta, Korn fleks, terta, kaffimeðlæti, Þuríður Sigurðardóttir, kaka kaffimeðlæti þura söngkona
Karamellutertan góða

Karamellutertan góða

Þuríður Sigurðardóttir söngkonan skemmtilega var með þessa ægigóðu tertu er hún bauð nokkrum vinum til veislu. Færslan um matarboðið er HÉR

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

.

KARAMELLUTERTA

3 egg
1 bolli sykur
100 g möndluflögur
1 bolli mulið Corn Flakes
1 tsk lyftiduft
100 g suðusúkkulaði, skorið í bita
Þeytið vel sama egg og sykur, bætið við  möndluflögum, Cornflexi, lyftidufti og súkkulaði. Setjið í tvö 25 sm form, með bökunarpappír í botninum.
Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín. við 175°C.

Karamellubráð:
2 dl rjómi
½ bolli sykur
2 msk sýróp

Soðið saman – Betra að hafa pottinn ekki mjög lítinn, það sýður auðveldlega uppúr. Hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún hefur þykknað. Þá er hún tekin af hellunni og bætt út í 30 gr. smjör, vanilludropum og loks eggjarauðu, þegar blandan hefur kólnað aðeins.
Þegar botnarnir hafa kólnað er bökunarpappírnum flett af og karamellubráðin lögð á milli botnanna. Að lokum fara 100 gr. brætt suðusúkkulaði yfir tertuna og látið kólna. Borin fram með þeyttum rjóma.
Það er upplagt að frysta þessa tertu en þá fer súkkulaðið yfir þegar hún hefur þiðnað.

Karamellutertan góða

 

Karamellutertan góða þuríður sigurðar
Þuríður Sigurðardóttir

🌸

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

— KARAMELLUTERTAN GÓÐA —

🌸🌸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Madhur Jeffrey - Indverskur kjúklingur

Madhur Jaffrey - indverskur kjúklingur. Vel sterkur réttur sem fær fólk til að svitna. Að vísu átti ég aðeins eitt rautt chili sem var látið duga. Súpergóður réttur borinn fram með naanbrauði og hrísgrjónum.

Hnífapörin á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar

Hnífapör á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar. Á meðan máltíð stendur yfir leggjum við hnífapörin eins og efri myndin sýnir, látum gaffalinn(tindana) snúa niður. Í lok máltíðar leggjum við hnífapörin saman eins og á neðri myndinni. Hvort tveggja er merki til þjónustufólks.

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.