Rúllutertukaka með sítrónufrómas – Royale Þuríðar Sigurðar

Marie-Antoine Carême ROYAL CHARLOTTE ROYALE Georg 3 konungur drottning Rúllutertukaka með sítrónufrómas - þuríður Sigurðardóttir þura frómas sítróna rúllutera kaka eftirréttur íslenskur matur
Rúllutertukaka með sítrónufrómas. Á ensku kallast þetta Charlotte Royale og er kennt við Charlotte drottningu, eiginkonu Georgs III – þá í aðeins örðuvísi útfærslu. Franski matreiðslumaðurinn Marie-Antonin Carême mun vera höfundurinn að rúllutertukökunni eins og við þekkjum hana í dag. 

Rúllutertukaka með sítrónufrómas – Royale Þuríðar Sigurðar

Þuríður Sigurðardóttir söngkona og myndlistarkona birti myndir af afmæliskökuborði sínu þar sem rúllutertukaka með sítrónufrómas var í öndvegi. Á ensku kallast Rúllutertukaka Charlotte Royale.

RÚLLUTERTURFRÓMASTERTUREFTIRRÉTTIRROYAL

.

Afmæliskökuborð Þuríðar Sigurðardóttur, rúllutertkaka með sítrónufrómas var í öndvegi.

Rúllutertukaka

Ég notaði hálfa rúllutertu, sem ég hafði bakað og fryst og hálfa uppskrift að sítrónufrómas. Formið sem ég notaði fyrir kökuna er 20 sm í þvermál.
Rúllutertan skorin í frekar þunnar sneiðar, ca 1/2 sm og raðað í hringform, líka innanvert. Sítrónufrómas hellt yfir og kælt.

HVÍT RÚLLUTERTA – 12-14 sneiðar.
3 egg
1 1/2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl mjólk.
Fylling:
ca 1-2 dl sulta, t.d. jarðarberjasultu, blandaða ávaxtasultu…
Aðferð:
Ofninn hitaður í 250° C. Form útbúið úr smjörpappír á bökunarplötu á ofnplötu eða skúffu.
Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti og lyftidufti sigtað saman og bætt varlega útí og síðast mjólkinni. Deiginu hellt í smjörpappírsformið og dreift vel úr því. Bakað í ca 5 – 7 mín. Ekki of lengi því þá getur verið erfitt að rúlla kökunni upp.
Gott er að leggja örk af bökunarpappír á borðplötu á meðan kakan er í ofninum og strá sykri jafnt yfir. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft á sykurstráðan pappírinn og pappírsformið dregið varlega af kökunni, sultunni smurt yfir og kökunni rúllað þétt saman á langhliðinni.

SÍTRÓNUFRÓMAS
1/2 l rjómi
2 egg
100 gr. strásykur
safi úr 2 – 3 sítrónum og börkur af hálfri
7-8 blöð matarlím
Matarlímsböð lögð í bleyti.
Eggjahvítur stífþeyttar og rjómi og geymt í ísskáp. Eggjarauður og sykur þeyttar vel saman og helmingnum að sítrónusafanum og berki blandað útí.
Matarlímið brætt í vatnsbaði, restinni af sítrónusafanum hellt útí, hrært vel í á meðan og síðan hellt í mjórri bunu útí hræruna. Ég læt hrærivélina ganga á meðan. Rjómanum bætt varlega útí með sleikju og að lokum eggjahvítunum.

.

Rúllutertusneiðunum er raðað í kringlótt kökuform
Frómas helt yfir rúllutertusneiðarnar og síðan kælt.

.

RÚLLUTERTURFRÓMASTERTUREFTIRRÉTTIRROYAL

RÚLLUTERTUTERTA MEÐ SÍTRÓNUFRÓMAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.