Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis hveitikökur karamella karamellubráð KAFFIBOÐ Gestir í boði Þuríðar Sigurðardóttur og Friðriks Friðrikssonar voru: Anna Ólafsdóttir, Sturla Haraldsson, Guðný Linda Magnúsdóttir, Valdimar Harðarson, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson. veisla síldarsalat grafinn lax kornflexterta graflaxsósa þura
Þuríður Sigurðardóttir

Þuríður Sigurðar býður til kaffisamsætis

Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum” í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku – hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni. #2017Gestabloggari 49/52

— LAXKORNFLEXSÍLDÞURÍÐUR SIGURÐAR KAFFIBOÐHVEITIKÖKUR

.

Grafinn lax

GRAFINN LAX

1 miðlungs laxaflak, beinhreinsað
100 gr gróft salt (þetta gamla)
100 gr púðursykur
2 msk þurrkað dill
Hvítur pipar og svartur pipar
Fínu salti stráð yfir í lokin

Leggið flakið á álpappír. Blandið saman í skál grófu salti og sykri og nuddið blöndunni vel yfir flakið. Blandið kryddum saman og stráð jafnt yfir. Pakkið flakinu vel og þétt inn í álpappírinn.
Látið standa í kæli og snúið á 12 tíma fresti í tvö – þrjá sólarhringa.

GRAFLAXSSÓSA

150 ml mæjónes
100 ml sýrður rjómi
1 msk Dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali

Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.

síldarsalat
Síldarsalat

SÍLDARSALAT

1 dós sýrður rjómi hrærður út með ögn af hlynsýrópi
1 dl niðursoðnar rauðrófur
1 dl epli
1 dl marineruð síld, skorið í bita og bætt út í.

HVEITIKÖKUR að hætti mömmu
HVEITIKÖKUR að hætti mömmu

HVEITIKÖKUR að hætti mömmu

2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 bolli mjólk

Þurrefnum blandað saman í skál og mjólkinni bætt út í. Hrært saman og soppan, sem er frekar blaut, lögð á hveiti stráða borðplötu og hnoðað létt. Deiginu skipt í fjóra hluta og flatt út með kökukefli í u.þ.b. 1 sm þykkar kökur, sem eru pikkaðar með gaffli.
Hver kaka er bökuð á pönnu, án feiti, við meðalhita. (Ég nota gamla pönnukökupönnu, mamma notaði eldavélahellurnar.) Jaðrinum lokað með því að rúlla kökunni á pönnunni.
Til að halda sem mestum raka í kökunum er gott að leggja yfir staflann rakann klút.

 

KARAMELLUTERTA
KARAMELLUTERTA

KARAMELLUTERTA

3 egg
1 bolli sykur
100 gr möndluflögur
1 bolli mulið Corn Flakes
1 tsk lyftiduft
1 pk suðusúkkulaði, skorið í bitaÞeytið vel sama egg og sykur, bætið við  möndluflögum, Cornflexi, lyftidufti og súkkulaði. Setjið í tvö 25 sm form, með bökunarpappír í botninum.Sett í tvö 25 sm form, með bökunarpappír í botninum.

Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín. við 175°C.

Karamellubráð:

2 dl rjómi
½ bolli sykur
2 msk sýróp

Soðið saman – Betra að hafa pottinn ekki mjög lítinn, það sýður auðveldlega uppúr. Hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún hefur þykknað. Þá er hún tekin af hellunni og bætt út í 30 gr. smjör, vanilludropum og loks eggjarauðu, þegar blandan hefur kólnað aðeins.
Þegar botnarnir hafa kólnað er bökunarpappírnum flett af og karamellubráðin lögð á milli botnanna. Að lokum fara 100 gr. brætt suðusúkkulaði yfir tertuna og látið kólna. Borin fram með þeyttum rjóma.
Það er upplagt að frysta þessa tertu en þá fer súkkulaðið yfir þegar hún hefur þiðnað.

Þuríður Sigurðardóttir Albert Eiríksson Veisluborð þura Gestir í boði Þuríðar Sigurðardóttur og Friðriks Friðrikssonar voru: Anna Ólafsdóttir, Sturla Haraldsson, Guðný Linda Magnúsdóttir, Valdimar Harðarson, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson.

Gestir í boði Þuríðar Sigurðardóttur og Friðriks Friðrikssonar voru: Anna Ólafsdóttir, Sturla Haraldsson, Guðný Linda Magnúsdóttir, Valdimar Harðarson, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson.

.

— LAXKORNFLEXSÍLDÞURÍÐUR SIGURÐAR KAFFIBOÐ

— KAFFISAMSÆTI ÞURÍÐAR SIGURÐAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.