
Kransakaka
Það er vandaverk að baka góða kransaköku, hún þarf að vera svolítið stökk að utan og silkimjúk að innan. En eins og með annað er það æfingin sem skapar meistarann. Nemendur Hússtjórnarskólans í Reykjavík bökuðu og skreyttu þessa fallegu kransaköku fyrir fjölskylduboð í skólanum. Hún stóðst allar væntingar, bæði ljúffeng og falleg.
— HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍK — KRANSAKÖKUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — HLAÐBORÐ — FERMINGAR —
.
Kransakaka
1 ½ kg kransakökumassi
3 eggjahvítur
400 g sykur
200 g flórsykur
Blandið öllu saman og hnoðið (má gera í hrærivél).
Rúllið út í hæfilega rúllu og setjið í mót sem búið er að smyrja og strá fínni sigtaðri brauðmylsnu í.
Bakið í miðjum ofni við 190°C í 18-20 mínútur (ekki blástur).
Látið kólna í mótinu. Setjið saman með bræddum sykri, skreytið með glassúr.
— HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍK — KRANSAKÖKUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — HLAÐBORÐ — – FERMINGAR —
.
