Svangi Mexíkaninn – besti brauðrétturinn

brauðréttur brauðréttir heitur brauðréttur í ofni AKUREYRI Svangi Mexíkaninn eskifjörður mexíkó herdís hulda guðmannsdóttir kjartan vilbergsson baldur hrafn sólveig brauðréttur heitur réttur í ofni dorritos mexíkóskur matur
Svangi Mexíkaninn, einn allra besti brauðrétturinn

Þráðbeint á topp þrjú yfir bestu heitu brauðréttina. Á Akureyri hittum við Herdísi frænku mína sem útbjó bragðmikinn mexíkóskan heitan brauðrétt. Alveg meiriháttar brauðréttur.

🇲🇽

HERDÍS HULDABRAUÐRÉTTIRMEXÍKÓAKUREYRIESKIFJÖRÐUR

🇲🇽

Albert, Baldur Hrafn, Bergþór, Kjartan og Herdís Hulda. Heimasætan Sólveig tók myndina

Svangi Mexíkaninn

1 stórt samlokubrauð
½ lítri matreiðslurjómi
½ grænmetis-teningur
1 mexikó ostur
½ piparostur
Ca 3 msk rjómaostur m grillaðri papriku og chili
Ca 2 msk rjómaostur
2 dl nýmjólk

100 g pepperoni
4 skinkusneiðar
1 rauð paprika
Ca 10 cm púrrulaukur
3 stórir sveppir

Rifinn ostur
Appelsínugult doritos

Uppskrift miðast við 1 stórt samlokubrauð, skerið skorpuna af – (passar í ca 2 stór eldföst mót..)
Mér finnst best að útbúa réttinn kvöldið áður en á að borða hann.
Piparostur og mexikó ostur sneiddir niður(eða rifnir)
Matreiðslurjómi hitaður ásamt grænmetisteningi. Ostum bætt útí og hrært í þar til er orðið mjúkt. – mjólk bætt útí til að þynna(ca 2-3 dl)
Pepperoni, skinka sneitt niður. Paprika, púrrulaukur og sveppir sneitt í litla bita og geymt til hliðar.
Grænmeti steikt upp úr smá smjöri þar til mjúkt, pepperoni og skinku bætt við og steikt í smá stund í viðbót. Öllu bætt út í osta soppuna.
Heilt samlokubrauð sneitt í teninga og sett í 2-3 eldföst mót.
Soppunni skipt jafnt á milli forma og hrært aðeins í með sleikju til að blandist vel.
Rifinn ostur settur yfir og doritos mulið ofaná.
Bakað í ofni við 180°c í ca 20 mín eða þar til ostur er orðinn gullinn.

Svangi Mexíkaninn

🇲🇽

HERDÍS HULDABRAUÐRÉTTIRMEXÍKÓAKUREYRIESKIFJÖRÐUR

— SVANGI MEXÍKANINN —

🇲🇽

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.