Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur Við matreiðum vöfflujárn mjög góð vöffluuppskrift einföld vöffluuppskrift góðar vöfflur vöfflum vaffla vöfflukaffi bestar fljótlegt kaffimeðlæti Bryndís Vöfflukaffi uppskrift að vöfflum góðar vöffluuppskrift best góðar
Vöfflur eru vinsælt kaffimeðlæti

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

.

VÖFFLUUPPSKRIFTIR — KAFFIMEÐLÆTIVIÐ MATREIÐUMSULTABLÁBERJASULTARABARBARASULTA

.

Vöfflur

150 g hveiti (3 dl) eða hveiti og heilhveiti

1 tsk lyftiduft

30 g sykur (2 msk)

1/4 tsk salt

2-3 dl mjólk (súr- og nýmjólk eða undanrenna)

2 egg

3 msk brætt smjörlíki eða matarolía

sítrónusafi, vanilludropar eða önnur bragðefni.

Hitið vöfflujárn
Bræðið smjörlíkið við mjög vægan hita eða í vatnsbaði
Sigtið hveiti og lyftiduft með salti og sykri ef vill
Hrærið 2 dl af mjólk saman við hveitið í kekkjalaust deig. Hrærið ekki of lengi, þá verður deigið seigt.
Bætið smjörlíki og eggjum saman við, einnig bragðefnum.
Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt (um það bil helmingi þykkara en pönnukökudeig). Breiðið úr vöfflunum þegar þær eru bakaðar og raðið þeim síðan í stafla.

Berið vöfflur fram nýbakaðar.

🇮🇸

— VÖFFLUUPPSKRIFTIR — KAFFIMEÐLÆTIVIÐ MATREIÐUM — SULTABLÁBERJASULTARABARBARASULTA

— KLASSÍSKA VÖFFLUUPPSKRIFTIN —

🇮🇸

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :)  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)