Heill kjúklingur í ofni

Heill kjúklingur í ofni Heill ofnbakaður kjúklingur sítrónur kjúlli í ofni sítrónukjúlli sítrónukjúklingur
Heill ofnbakaður kjúklingur

Heill kjúklingur í ofni

Kjúklingur í ofni er eitt það þægilegasta sem hægt er að hafa í matinn, en hvernig verður hann djúsí, djúsí, afsakið, meinti safaríkur?

Setja niðurskorna sítrónu inn í hann, það gefur raka (og ferskt bragð).
Renna smjöri undir skinnið.
Ekki hærri hita en 170°C. Hækka svo duglega undir lokin til að fá girnilegan lit.

KJÚKLINGURKJÖTSÍTRÓNUKJÚKLINGUR

Heill kjúklingur fylltur með niðurskornum sítrónum og kalt smjör í sneiðum sett undir skinnið

Heill kjúklingur í ofni

1 heill kjúklingur
1 sítróna
smjör
rósmarín
salt, pipar
olía
kartöflur
tímían

Setjið kjúklinginn í eldfast mót með loki. Skerið sítrónu í fernt og troðið henni inn í kjúklinginn. Skerið nokkrar sneiðar af köldu smjöri, farið undir skinnið með fingri fremst á bringu og rennið smjörinu inn undir.

Dreifið kryddi eftir smekk og góðri olíu yfir, t.d. rósmarín með salti og pipar.

Þetta má bíða í klukkutíma. Setjið í ofn við 170°C í rúman klukkutíma eftir stærð.

Tíminn er u.þ.b. þyngd í kílóum x 55. Þessi kjúklingur var t.d. 1,3 kg x 55 = 72 mínútur.

Takið lokið af þegar 20 mínútur eru eftir. Setjið kartöflur í bitum í fatið og dreifið salti, tímían og olíu yfir. Hækkið hitann í 200°C. Salat með eða annað meðlæti.

.

KJÚKLINGURKJÖTSÍTRÓNUKJÚKLINGUR

— HEILL KJÚKLINGUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Besti jólabjórinn 2013

jolabjor

Besti jólabjórinn 2013.  Fjölmenn dómnefnd hefur smakkað á jólabjórnum og...

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku - allt árið. Markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð.

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.