Auglýsing
Hægeldaðir lambaskankar lamb skankar hægelduð lungamjúkir
Hægeldaðir, lungamjúkir lambaskankar sem bráðna í munni

Hægeldaðir lambaskankar

Þegar kjöt eins og þetta er brúnað er ágætt að nota til þess háan pott til að koma í veg fyrir að fitan frussist út um allt. Það má alveg bæta við grænmeti í þennan rétt, nota af því sem er í ísskápnum.

HÆGELDAÐLAMBÍSLENSKT

Auglýsing

.

Hægeldaðir lambaskankar

4 lambaskankar
2-3 msk ólífuolía
Salt og pipar
1 1/2 laukur, saxaður gróft
5 vænar gulrætur, skornar í grófa bita
1 ds niðursoðnir tómatar
1/2 dl vatn
1 lítill bolli af niðurskornum tómötum
1 1/2 msk rósmarín
1 msk timjan
1-2 dl Ribena, portvíni eða rauðvín.

Brúnið lambaskankana á öllum hliðum upp úr olíu í háum potti sem má fara inn í ofn. Eða brúnið á pönnu og setjið í eldfast mót með loki eða notið álpappír.

Látið skankana standa með beinið upp í pottinum.
Skerið grænmetið smátt og setjið út í pottinn ásamt kryddum, tómatmauki, tómötum og vökva.
Setjið lok á pottinn og inn í ofn við 150°C í 3-4 klukkustundir.
Berið fram með góðu salati.

HÆGELDAÐLAMBÍSLENSKT

.