Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar lamb skankar hægelduð lungamjúkir
Hægeldaðir, lungamjúkir lambaskankar sem bráðna í munni

Hægeldaðir lambaskankar

Þegar kjöt eins og þetta er brúnað er ágætt að nota til þess háan pott til að koma í veg fyrir að fitan frussist út um allt. Það má alveg bæta við grænmeti í þennan rétt, nota af því sem er í ísskápnum.

HÆGELDAÐLAMBÍSLENSKT

.

Hægeldaðir lambaskankar

4 lambaskankar
2-3 msk ólífuolía
Salt og pipar
1 1/2 laukur, saxaður gróft
5 vænar gulrætur, skornar í grófa bita
1 ds niðursoðnir tómatar
1/2 dl vatn
1 lítill bolli af niðurskornum tómötum
1 1/2 msk rósmarín
1 msk timjan
1-2 dl Ribena, portvíni eða rauðvín.

Brúnið lambaskankana á öllum hliðum upp úr olíu í háum potti sem má fara inn í ofn. Eða brúnið á pönnu og setjið í eldfast mót með loki eða notið álpappír.

Látið skankana standa með beinið upp í pottinum.
Skerið grænmetið smátt og setjið út í pottinn ásamt kryddum, tómatmauki, tómötum og vökva.
Setjið lok á pottinn og inn í ofn við 150°C í 3-4 klukkustundir.
Berið fram með góðu salati.

HÆGELDAÐLAMBÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave