Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur konditorsins – Grand Marnier Hannesarholt Andri Kárason konditormeistari hannes hafstein terta kaka appelsínukaka
Appelsínudraumur konditorsins

Appelsínudraumur konditorsins

Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Gestgjafinn valdi súkkulaðitertuna í Hannesarholti bestu súkkulaðitertuna á landinu í nýjasta blaðinu. Ég legg ekki meira á ykkur.

.

APPELSÍNURSÚKKULAÐITERTURGRAND MARNIERAPPELSÍNUKÖKUR

.

Appelsínudraumur konditorsins

175 g mjör
160 g sykur
börkur af tveimur appelsínum
3 egg
180 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 msk. appelsínusafi

Rífið niður börkinn á rifjárni, setjið smjör, sykur og appelsínubörk í hrærivél og hrærið létt og ljóst. Bætið einu eggi í einu saman við. Hrærið hveiti, lyftidufti og safa saman við. Bakið við 180°C í ca. 20 mín. Kakan kæld og appelsínusírópi hellt yfir.

Appelsínusíróp:

1 dl. appelsínusafi
70 g sykur
1 msk. Líkjör (Grand Marnier) má sleppa.
Allt sett í pott og hitað að suðu, penslið yfir kökuna

Hjúpur:
150 g dökkt súkkulaði
55 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og hrærið réleg í þar til fallegur glans er kominn. Hellið yfir kökuna.

Appelsínudraumur konditorsins – Hannesarholt dessertbogen gert sorensen Grand Mariner súkkulaði súkkulaðikrem appelsínuterta
Appelsínudraumur konditorsins úr Dessert bogen eftir Gert Sorensen
Hannesarholt kaffikanna
Kanna í Hannesarholti

APPELSÍNURSÚKKULAÐITERTURGRAND MARNIERAPPELSÍNUKÖKUR

— APPELSÍNUDRAUMUR KONDIDORSINS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta með viðhöfn

Ferrero Rocherterta

Súkkulaðiterta með viðhöfn. Hneturnar og pralínið úr þeim gera þessa tertu að sérstakri upplifun. Stökkt kornfleksið saman við pralínsmjörið gerir fólk þannig á svipinn, að það virðist hafa komist til himnaríkis. Alla vega er þetta hátíðaterta með þremur kremum (!) og gott að hafa góðan tíma til að útbúa. En stundum er gaman að hafa mikið við, t.d. á jólum, páskum, stórafmælum eða brúðkaupum.

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...

D-vítamín

D-vitamin

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.