Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur konditorsins – Grand Marnier Hannesarholt Andri Kárason konditormeistari hannes hafstein terta kaka appelsínukaka
Appelsínudraumur konditorsins

Appelsínudraumur konditorsins

Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Gestgjafinn valdi súkkulaðitertuna í Hannesarholti bestu súkkulaðitertuna á landinu í nýjasta blaðinu. Ég legg ekki meira á ykkur.

.

APPELSÍNURSÚKKULAÐITERTURGRAND MARNIERAPPELSÍNUKÖKUR

.

Appelsínudraumur konditorsins

175 g mjör
160 g sykur
börkur af tveimur appelsínum
3 egg
180 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 msk. appelsínusafi

Rífið niður börkinn á rifjárni, setjið smjör, sykur og appelsínubörk í hrærivél og hrærið létt og ljóst. Bætið einu eggi í einu saman við. Hrærið hveiti, lyftidufti og safa saman við. Bakið við 180°C í ca. 20 mín. Kakan kæld og appelsínusírópi hellt yfir.

Appelsínusíróp:

1 dl. appelsínusafi
70 g sykur
1 msk. Líkjör (Grand Marnier) má sleppa.
Allt sett í pott og hitað að suðu, penslið yfir kökuna

Hjúpur:
150 g dökkt súkkulaði
55 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og hrærið réleg í þar til fallegur glans er kominn. Hellið yfir kökuna.

Appelsínudraumur konditorsins – Hannesarholt dessertbogen gert sorensen Grand Mariner súkkulaði súkkulaðikrem appelsínuterta
Appelsínudraumur konditorsins úr Dessert bogen eftir Gert Sorensen
Hannesarholt kaffikanna
Kanna í Hannesarholti

APPELSÍNURSÚKKULAÐITERTURGRAND MARNIERAPPELSÍNUKÖKUR

— APPELSÍNUDRAUMUR KONDIDORSINS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.