Rolo ostaterta

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn Rolo ostaterta guðný steinunn maría guðjónsdóttir kaka bella í bæ bergljót snorradóttir
Rolo ostaterta

Rolo ostaterta

Í stórafmæli Bellu á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný Steinunn útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

.

Rolo ostaterta

Botn:

130 g makkarónukökur

100 g brætt smjör

smá salt

Millilag:

300 g rjómaostur

100 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl  rjómi – þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi

3 pk Rolo

Botn: Setjið smjörpappír í botn á smellubotni. Myljið makkarónur í skál, stráið salti yfir og hellið smjörinu yfir, blandið saman og setjið í formið – þjappið lítið eitt

Millilag: Hrærið rjómaost, vanillu og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónublönduna og sléttið vel

Ofan á: Bræðið sýrðan rjóma og Rolo saman í vatnsbaði við lágan hita. Hellið yfir ostablönduna. Frystið

Berið kökuna fram hálffrosna.

Tertuna má bera fram eina sér með berjum eða berjasósu (forsin ber sett í matvinnsluvél).

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn
Sólveig, Kolbrún, Gígja og Guðný Steinunn.

.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

— ROLO OSTATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Fyrri færsla
Næsta færsla