Lax í sítrónusósu

Lax í sítrónusósu fiskur í ofni anna lóa guðmundsdóttir ísafjörður fiskréttur bakaður fiskur
Lax í sítrónusósu – hreinasta lostæti.

Lax í sítrónusósu 

Þessi fiskréttur er hreinasta lostæti, heiðurinn af honum á Anna Lóa Guðmundsdóttir á Ísafirði.

— ANNA LÓALAXSÍTRÓNURFISKURÍSAFJÖRÐUR

.

Lax í sítrónusósu

Lax í sítrónusósu fyrir 4

4 góðir roðlausir laxabitar
u.þ.b. 150 gr rækjur

Sósan
1 msk smjör brædd í potti
1 msk hveiti hrært í, búin til bolla
3 dl rjómi hrært í og
u.þ.b. 4 msk creme fraiche
1/2 msk humarfond eða 1/3 fiskiteningur
rifinn börkur af einni sítrónu og sítrónusafi 1-2 msk. Smakkað til.

Laxinn settur í ofnfast fat, smá salt og sósan yfir. Bakið í uþb 15 mín. við 200°C

Dreifið rækjunum yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Berið fram með kartöflum, hrísgrjónum eða salati.

Albert, Bergþór, Gunnlaugur og Anna Lóa. Á borðinu er sveppabakan góða.

— ANNA LÓALAXSÍTRÓNURFISKURÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki