Auglýsing
Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu Samúðarkveðja, netsamúð, hjarta, kross, netetiquette, kurteisi, mannasiðir, góðir siðir,
Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.

Það sama á við um kross, hjarta eða önnur tákn án skýringa. Setjum aldrei inn tákn án þess að útskýra við hvað er átt. Það eru fjölmargir sem átta sig ekki á hvað er að gerast. Svo er alltaf gott að hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Auglýsing

KURTEISIFASBÓKKLÆÐNAÐUR Í JARÐARFÖRUM

Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá

*Fasbók. Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

❤️

KURTEISIFASBÓKKLÆÐNAÐUR Í JARÐARFÖRUM

— HJARTA, KROSS EÐA SAMÚÐARKVEÐJA – FÖRUM VARLEGA Á NETINU —

❤️