Kókóslímónukaka Lilju Guðmunds

Lilja guðmundsdóttir borðeyri listaháskólinn mötuneyti dóra emils páll bergþórsson bretavinna reykir hrútafjörður Kókóslímónakaka Ólafshús formkaka lime limekaka
Albert og Lilja með límónukökuna góðu fyrir framan sig

Kókóslímónukaka

Hér hefur oft verið vitnað í árin mín í Listaháskólanum og Dóra Emils í eldhúsinu dásömuð út í eitt. Hún opnaði augu mín fyrir grænmetisfæði og gæðum þess. Stoð og stytta Dóru í eldhúsinu var Lilja Guðmundsdóttir. Fyrir fimmtán árum keyptu þau hjónin Ólafshús á Borðeyri og hafa heldur betur tekið þar til hendinni. Við komum við á Borðeyri og þáðum hjá þeim kaffi og límónuköku sem var nýkomin úr ofninum. Fyrir tæpum 80 árum var Páll tengdó í Bretavinnu og sá meðal annars um að flytja vörur á báti milli Borðeyrar og Reykja í Hrútafirði. Þessa sögu og aðrar rifjaði hann upp á meðan við hámuðum í okkur kökuna góðu.

LILJA GUÐM #sumarferðalag1/15 — MÖTUNEYTI LHIDÓRA EMILSPÁLL BERGÞÓRSSONBORÐEYRI

.

Kókóslímónukaka

Kókóslímónukaka

100 g smjör mjúkt
160 g sykur
180 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 egg
2 dl kókósmjólk
2 stk lime (hýði)
Setja í formkökuform smyrja vel og setja bökunarpappír í botninn.
175 í 40-45 mín

1 dl kókósmjólk
80 gr sykur
Hita að suðu og bæta út í safa úr 2 lime.

Hellið yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum og látið standa þar til hún er búin að drekka í sig safann.
Hvolfið kökunni varlega, raspið berki af tveimur lime blandið við 40 gr sykur og setjið yfir kökuna.

Lilja sáldrar limeberki yfir Kókóslímónukaka

.

LILJA GUÐM #sumarferðalag1/15 — MÖTUNEYTI LHIDÓRA EMILSPÁLL BERGÞÓRSSONBORÐEYRI

— KÓKOSLÍMÓNUKAKA LILJU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.