Auglýsing
Crostini með kantarellusveppum kantarella sveppir

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs 🙂

Crostini með kantarellusveppum

½ snittubrauð, skorið í sneiðar

1 dós kantarellusveppir (30 g)

sjóðandi vatn

5 – 6 blöð söxuð salvía

4 hvítlauksgeirar

Olía eða smjör til steikingar

1 askja sveppir

2 msk. hvítvín

Salt og pipar

Raðið snittubrauðssneiðunum í ofnskúffu og ristið í ofni í nokkrar mínútur.

Setjið kantarellusveppi í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þannig að fljóti yfir, látið standa í um 20 mín.

Saxið salvíu og hvítlauk og steikið í olíu eða smjöri.

Hellið vatninu af kantarellusveppunum og saxið ásamt sveppunum og steikið með hvítlauknum og savíunni.

Steikið áfram og vatnið látið gufa upp af þeim að mestu. Bætið við hvítvíni, salti og pipar, sjóðið áfram í nokkrar mínútur.

Setjið ofan á brauðsneiðarnar með skeið og klippið steinselju yfir.

Auglýsing