Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð, flatkökur, rúgmjöl, hangikjöt vinsælasta kaffimeðlætið brimnes hulda steinsdóttir
Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð/flatkökur

 Reglulega hringi ég í mömmu til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti….. Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Það kemur allmikil bræla þegar flatbrauðið er steikt á hellunni, munið því að opna alla glugga og munið að reykskynjarar geta farið í gang.

.

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKTJÓLIN

.

Flatbrauð

300 g rúgmjöl
200 g heilhveiti
1 tsk salt
1 msk sykur
1 msk góð matarolía
3 – 3 1/2 dl sjóðandi vatn
Hveiti til að hnoða
Blandið saman í skál rúgmjöli, heilhveiti, salti, sykri og matarolíu. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel saman. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti og fletjið út í þunnar kökur og mótið kringlóttar kökur – með því að leggja disk á deigið og skera með brún disksins. Pikkið þær með gaffli og steikið á vel heitri eldavélarhellu eða á gasgrillinu. Dýfið kökunum í kalt vatn strax að lokinni steikingu til að stöðva brunann.

.

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKT

— FLATBRAUÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.