Laufabrauð – eitt það allra besta

Laufabrauð - eitt það allra besta jólabakstur jólauppskriftir jólabrauð jólakökur þórhildur þorleifsdóttir leikstjóri arnar jónsson leikari
Laufabrauð – eitt það allra besta

Laufabrauð – eitt það allra besta

Við Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri höfum reglulega skeggrætt víðfræga laufabrauðsuppskrift hennar, en hana mun hún hafa fengið hjá móður sinni. Þetta er ekkert venjuleg uppskrift, bæði með rjóma og smjöri. Þórhildur segist ekki vera neinn tertumeistari, en þarna hafi hún getað skákað öllum í bakstri, eða réttara sagt steikingu á laufabrauði, sem satt best að segja er ekki bara ljúffengasta laufabrauð sem ég hef smakkað, heldur er afar auðvelt að eiga við deigið, fletja það út örþunnt, skera og svo loðir það svo vel saman þegar þríhyrnunum er stökkt á hvolf.
Það var ekki þrautalaust að fá uppskriftina uppgefna, enda er hún gersemi heimilisins, en að lokum féllst Þórhildur á að leyfa fleirum að njóta. Þökk sé henni og margfaldur heiður.

🔔

LAUFABRAUÐJÓLINPALMÍNBAKSTURBRAUÐSMÁKÖKUR

🔔

Þórhildur og Arnar í laufabrauðsgerð 

Laufabrauð

1 kg hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 dl rjómi
3 dl vatn
60 g smjör

Sigtið hveitið, bætið við salti og lyftidufti.
Setjið rjóma, vatn og smjör í pott og hitið að suðu.
Blandið smátt og smátt saman við hveitið og hnoðið saman með höndunum.
Mótið 4-5 lengjur og leggið rakt stykki yfir.
Skerið eina og eina lengju niður í einu og fletjið út þunnar kökur.
Leggið disk á hvolfi yfir og skerið meðfram til að forma kökuna.
Skerið munstur í kökurnar og pikkið þær.

Steikið í vel heitri palmín feiti.
Pressið þéttingsfast milli pappírsblaða strax að lokinni steikingu.

Það er upplagt að geyma afrifurnar og steikja þær síðast og borða sem snakk.

Laufabrauð Þórhildar

.

LAUFABRAUÐJÓLINPALMÍNBAKSTURBRAUÐSMÁKÖKUR

LAUFABRAUÐ ÞÓRHILDAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.