Auglýsing
þýskaland þýskur matur Stollen brauð Stollenbrauð - jólabrauðið fræga þýskt brauð Stollenuppskrift stollen uppskrift
Stollen brauð – jólabrauðið fræga

Stollen brauð

Jólin eru haldin hátíðleg í minningu um fæðingu Jesú Krists og sagt er að þýska stollenbrauðið með „snjólaginu” tákni í raun Jesúbarnið í reifum. Brauðið á sér aldalanga sögu og er fyrst getið um Dresden stollenbrauðið 1474. Þá var uppskriftin einföld og brauðið aðeins bakað úr hveiti, geri og vatni vegna þess að yfirvöld kaþólsku kirkjunnar leyfðu ekki notkun mjólkur og smjörs um jólin. Sagan segir að prinsinn í Dresden og hertoginn, bróðir hans, hafi óskað eftir því við Nikolaus V páfa að hann ógilti smjör- og mjólkurbannið. Páfi tók bænina til greina og í svonefndu “smjörbréfi” til Dresden leyfði hann notkunina gegn ákveðinni greiðslu frá bökurum stollenbrauðs. Peningarnir runnu til ýmissa mála, meðal annars byggingar dómkirkjunnar í Freiberg.
Um 1500 voru jólabrauð seld á Striezelmarkaðnum, elsta jólamarkaði Þýskalands, og frá 1560 færðu bakarar stollenbrauðs konungi Saxlands eitt eða tvö 36 punda stollenbrauð í tilefni jólanna. Í byrjun 18. aldar hófust sérstök stollenbrauðshátíðarhöld. Þau voru endurvakin í Dresden 1994 og hafa síðan verið haldin í byrjun desember ár hvert, nánar tiltekið laugardaginn fyrir annan í aðventu.*

.

BRAUÐJÓLINÞÝSKALANDHÁTÍÐLEGT MEÐLÆTISMÁKÖKUR

.

Stollenuppskrift Helgu Ruthar

*tímarit.is

🇩🇪

BRAUÐJÓLINÞÝSKALANDHÁTÍÐLEGT MEÐLÆTISMÁKÖKUR

— STOLLENBRAUÐ —

🇩🇪

Auglýsing