Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði.
Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.
Auk þess að vera með bláberjarúllutertuna var boðið upp á marokkóska appelsínutertu, súrdeigsbrauð með ýmsu fjölbreyttu áleggi, salat og ýmislegt fleira. Allt mjög gott og svo voru gestirnir líka óskaplega fínir 😉
— BJÖRK JÓNSD — BLÁBER — LISTAHÁSKÓLINN —
.
Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði
4 egg
1 eggjarauða
110g sykur
40g hveiti (35 í deigið og 5g í formið)
30g maísmjöl eða kartöflumjöl
salt á hnífsoddi
1 – 1 ½ tsk vanilludropar
Fylling:
2 ½ dl rjómi
4 msk bláberjasulta
70g marsípan, rifið
200g bláber
Ofaná rúlluna:
10 rommkúlur
25g suðusúkkulaði
½ dl rjómi ca.
Hitið ofninn í 220°C.
Setjið bökunarpappír í rúllutertuform, smyrjið hann vel með smjöri og sáldrið síðan smá hveiti yfir bökunarpappírinn.
Þeytið egg og sykur vel saman af krafti í 8-10 mín eða þar til blandan er orðin ljósgul að lit. Sigtið 35g af hveiti og maísmjöl(kartöflumjöl) saman í skál og hrærið saman við eggjablönduna í litlum skömmtum, setjið vanilludropa útí og blandið vel saman.
Hellið blöndunni í rúllutertuformið og jafnið vel út með spaða. Bakið í u.þ.b. 8 mín, stingið prjón í miðju kökuna, ef hann kemur þurr út er kakan tilbúin. Setjið plötuna á grind og látið kólna í 2-3 mín og rennið hnif meðfram öllum köntum til að losa kökuna.
Leggið hreint og rakt viskastykki á borð og hvolfið kökunni á það. Losið bökunarpappírinn varlega frá, rúllið tertunni upp með viskastykkinu inn í og leggið til hliðar.
Þeytið rjómann, blandið bláberjasultu saman við ásamt rifnu marsípani. Rúllið kökunni út og smyrjið rjómanum vel ofan á allan flöt kökunnar með spaða, passið að kakan sé orðin fremur köld svo rjóminn bráðni ekki. Setjið helmingin af bláberjunum ofan á rjómann og rúllið kökunni varlega upp, setjið kökuna á langan disk.
Bræðið rommkúlur, súkkulaði og rjóma í potti og hellið yfir rúllutertuna. Skreytið með restinni af bláberjunum.
#2017Gestabloggari6/52 — — BJÖRK JÓNSD — BLÁBER — LISTAHÁSKÓLINN —
.