Auglýsing
Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum rauðrófur Auður Gunnarsdóttir kasjúhnetur
Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi

.

AUÐUR GUNNARSRAUÐRÓFURSALÖT — #2017Gestabloggari5/52

.

„Rauðrófusalatið fékk ég fyrst á gamla veitingastaðnum (á hlaðborði) í Húsafelli eitt sumarið þegar ég var leiðsögumaður og ég féll alveg fyrir því. Ég nota það sem aðalrétt þegar ég vil hafa léttmeti í matinn en það passar með hvort sem er kjöti eða fiski.
Mér finnst það matarmikið út af ostinum en eins og ég segi gengur það með nánast hverju sem er.
Ég nota það ef ég er með nokkra rétti á boðstólnum eins og í saumó og svo ef ég vil fá mér eitthvað hollt og gott.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

1-3 soðnar rauðrófur (eftir stærð)

best er að nota vakumpakkaðar bio rauðrófur sem fást í
Nóatúni eða blanda saman hrárri og niðursoðinni til helminga

2-3 græn epli

1 stk Auður eða Dalahringur (ostur)

1/2 b kasjúhnetur (eða eftir smekk)

Safi úr hálfri sítrónu

-Rauðrófur og epli skorin niður í hæfilega bita og blandað saman
-Sítróna kreist yfir
-Hnetum blandað saman við
-Ostur skorinn í þunnar sneiðar og blandað saman við

Skreytt með fersku kóriander

  Auður Elva Ósk

Auður og Elva Ósk í hlutverkum sínum í óperunni Mannsröddinni

.

AUÐUR GUNNARSRAUÐRÓFURSALÖT — #2017Gestabloggari5/52

.

Auglýsing