Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund og Menntaskólinn í Kópavogi hefur engan veginn undan að fagmennta fyrir þau fjölmörgu veitinga- og kaffihús sem hér eru.
Það er aðdáunarvert að sjá glaðlegt þjónustufólk veitingahúsa með augu á hverjum fingri. Fólk sem lætur lítið fyrir sér fara en fylgist vel með öllu og öllum. Það er t.d. enginn kostur þegar fólk er sí og æ spurt hvort ekki sé allt í lagi.
Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.