Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Þuríður Ottesen möndlur sítróna silungur
Klaustursbleikjan góða

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Fyrir 4

7-800 g klausturbleikja eða bleikja
100 g möndlur (lífrænar) saxaðar/malaðar
2-3 msk. smjör við stofuhita
sítróna
sjávarsalt
1 búnt af ferskum aspas
ca 2 msk ólífuolía

Leggið silunginn í eldfast mót og aspasinn, saltið hvorutveggja og smyrjið smjörinu á silunginn, kreistið sítrónu yfir og síðan möluðum möndlunum en ég malaði þær í blandara. Hellið ólífuolíu ofan á aspasinn. Bakað í ofni í við 180°C í 10-12 mín. Gott meðlæti eru kartöflur skornar í báta með góðum slatta af góðri ólífuolíu og sjávarsalti, bakist vel með sett inn 20 mín áður en silungurinn fer í ofninn.

Sítrónusósa

2 dl 10% sýrður rjómi eða grísk jógúrt
1 tsk. Dijon sinnep
1/2 tsk sítrónupipar
1/2 tsk sítrónuhýði af lífrænni sítrónu
1 msk. sítrónu blóðberg
1 msk. dill saxað
safi úr sítrónu
pipar og salt eftir smekk

Blandið öllu saman, upplagt að laga sósuna daginn áður …

Bleikjan var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

Albert og Þuríður

.

— KLAUSTURBLEIKJAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Toblerone- og Daimterta – nammiterta allra tíma

Toblerone- og Daimterta. Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig. Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til eins og páskar, ferming eða annað slíkt má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður.

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.