Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Þuríður Ottesen möndlur sítróna silungur
Klaustursbleikjan góða

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Fyrir 4

7-800 g klausturbleikja eða bleikja
100 g möndlur (lífrænar) saxaðar/malaðar
2-3 msk. smjör við stofuhita
sítróna
sjávarsalt
1 búnt af ferskum aspas
ca 2 msk ólífuolía

Leggið silunginn í eldfast mót og aspasinn, saltið hvorutveggja og smyrjið smjörinu á silunginn, kreistið sítrónu yfir og síðan möluðum möndlunum en ég malaði þær í blandara. Hellið ólífuolíu ofan á aspasinn. Bakað í ofni í við 180°C í 10-12 mín. Gott meðlæti eru kartöflur skornar í báta með góðum slatta af góðri ólífuolíu og sjávarsalti, bakist vel með sett inn 20 mín áður en silungurinn fer í ofninn.

Sítrónusósa

2 dl 10% sýrður rjómi eða grísk jógúrt
1 tsk. Dijon sinnep
1/2 tsk sítrónupipar
1/2 tsk sítrónuhýði af lífrænni sítrónu
1 msk. sítrónu blóðberg
1 msk. dill saxað
safi úr sítrónu
pipar og salt eftir smekk

Blandið öllu saman, upplagt að laga sósuna daginn áður …

Bleikjan var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

Albert og Þuríður

.

— KLAUSTURBLEIKJAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.