Auglýsing
Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Þuríður Ottesen möndlur sítróna silungur
Klaustursbleikjan góða

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Fyrir 4

7-800 g klausturbleikja eða bleikja
100 g möndlur (lífrænar) saxaðar/malaðar
2-3 msk. smjör við stofuhita
sítróna
sjávarsalt
1 búnt af ferskum aspas
ca 2 msk ólífuolía

Leggið silunginn í eldfast mót og aspasinn, saltið hvorutveggja og smyrjið smjörinu á silunginn, kreistið sítrónu yfir og síðan möluðum möndlunum en ég malaði þær í blandara. Hellið ólífuolíu ofan á aspasinn. Bakað í ofni í við 180°C í 10-12 mín. Gott meðlæti eru kartöflur skornar í báta með góðum slatta af góðri ólífuolíu og sjávarsalti, bakist vel með sett inn 20 mín áður en silungurinn fer í ofninn.

Auglýsing

Sítrónusósa

2 dl 10% sýrður rjómi eða grísk jógúrt
1 tsk. Dijon sinnep
1/2 tsk sítrónupipar
1/2 tsk sítrónuhýði af lífrænni sítrónu
1 msk. sítrónu blóðberg
1 msk. dill saxað
safi úr sítrónu
pipar og salt eftir smekk

Blandið öllu saman, upplagt að laga sósuna daginn áður …

Bleikjan var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

Albert og Þuríður

.

— KLAUSTURBLEIKJAN —

.