Auglýsing

Humar í appelsínusósu þuríður ottesen appelsína humar gúrka

Humar í appelsínusósu fyrir 4

400 gr. skelflettur humar
2 hvílauksrif
3 msk smjör
1/2 gúrka
sósa
1 dós sýrður rjómi 18%
1/2 appelsína
2 hvítlauksrif
1 msk hlynsíróp

Upplagt er að gera sósuna daginn áður, kreistið appelsínu út á sýrða rjómann, merjið/saxið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt hlynsírópinu og hrærið vel saman. Setjið í ísskáp yfir nótt

Skrælið gúrkuna og saxið í teninga
Humarinn er settur í sigti og þerraður vel. Bræðið smjör ásamt hvítlauk. Steikið/svitið humarinn í ca 2 mín fer eftir stærð en mikilvægt að steikja ekki of lengi. Humarinn kældur og síðan settur í 4 skálar, 2 msk af appelsínu sósu yfir og svo gúrkan ofan á.. skreyta má með appelsínu sneið

Humarrétturinn góði var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

Albert og Þuríður

.

— HUMAR Í APPELSÍNUSÓSU —

.

Auglýsing