Humar í appelsínusósu

Humar í appelsínusósu þuríður ottesen appelsína humar gúrka
Humar í appelsínusósu

Humar í appelsínusósu fyrir 4

400 gr. skelflettur humar
2 hvílauksrif
3 msk smjör
1/2 gúrka
sósa
1 dós sýrður rjómi 18%
1/2 appelsína
2 hvítlauksrif
1 msk hlynsíróp

Upplagt er að gera sósuna daginn áður, kreistið appelsínu út á sýrða rjómann, merjið/saxið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt hlynsírópinu og hrærið vel saman. Setjið í ísskáp yfir nótt

Skrælið gúrkuna og saxið í teninga
Humarinn er settur í sigti og þerraður vel. Bræðið smjör ásamt hvítlauk. Steikið/svitið humarinn í ca 2 mín fer eftir stærð en mikilvægt að steikja ekki of lengi. Humarinn kældur og síðan settur í 4 skálar, 2 msk af appelsínu sósu yfir og svo gúrkan ofan á.. skreyta má með appelsínu sneið

Humarrétturinn góði var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

HUMARÞURÍÐUR OTTESENFISKRÉTTIR

.

Albert og Þuríður

.

HUMARÞURÍÐUR OTTESENFISKRÉTTIR

— HUMAR Í APPELSÍNUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.