Auglýsing
Síðdegiste á A.C. Perch Matarborgin Thelma Hrund benediktsdóttir En pølse med det hele Grøften tivoli Bistro royal morgunverður Kokkeriet michelin Kaupmannahöfn köben matur veitingahús veitingastaðir kaffihús út að borða afternoon te copenhagen
Matarborgin Kaupmannahöfn

Matarborgin Kaupmannahöfn. Innan stundar frá því að þætti með sjónvarpskokkinum Rick Stein lauk vorum við búnir að panta okkur ferð til Kaupmannahafnar. Það tilheyrir að heimsækja reglulega gömlu höfuðborgina okkar, eiga andaktuga stund við Sankt Peders stræde 22, þar sem Jónas bjó, fara í pikknikk í Kongens have, fá sér frokost á Hotel d’Angleterre og ímynda sér að Laxness sé rétt ókominn í tvídjakkanum sínum, ráfa um í Nýhöfn og fá sér bita, kannski fara á slóðir ættingja. Amma mín stundaði t.d. nám í hannyrðum í Drottningarskólanum (Dansk Kunstflid Forening) og einu sinni gengum við þaðan sem hún bjó niður í skólann og veltum fyrir okkur hvað hefði leitað á huga hennar, vonir og þrár. Svo er bara dásamlegt að njóta notalegs andrúmsloftsins í borginni. Sem endranær iðaði hún af lífi og „hygge“ hvern dag og hvert kvöld þegar við vorum þar um síðustu helgi. á. Svo brugðum við okkur í kurteisisheimsókn til Hari og Guðrúnar Júlíu þar sem Hari útbjó serbneskan kvöldverð. Svolítið annar handleggur, en mikið lostæti.

🇩🇰

 MATARBORGIR — DANMÖRKAFTERNOON TEA

🇩🇰

Síðdegiste á A.C. PerchSíðdegiste á A.C. Perch. Thelma Hrund benti okkur á A.C. Tearoom. Á jarðhæðinni er tebúð sem opnaði þar árið 1835 og er nógu sjarmerandi að koma inn í, en á efri hæðinni er tehús með viðurkenningu Margrétar Þórhildar uppi á vegg. Þangað fórum við í síðdegiste (afternoon tea) og sáum ekki eftir því. Mjög gott úrval af úrvalstei frá ýmsum löndum og fínlegt te-meðlætið stóðst allar væntingar. — AFTERNOON TEA

Theater platter í Grøften í Tívolí
Theater platter í Grøften í Tívolí

Grøften. Í Tívolígarðinum snæddum við ekta danskan mat á Grøften. Hann saman stóð af síld með lauk og kapers, steiktum skarkola með remúlaði, roastbeef með kartöflusalati, svínasteik með rauðkáli, frikadellu með súrum gúrkum og kjúklingasalat með beikoni. Þessu var svo skolað niður með dönsku öli. Danskara verður það nú varla

Kokkeriet

Kokkeriet veitingahúsið í Kaupmannahöfn flaggar Michelin stjörnu og það ekki að ástæðulausu. Svei mér þá ég hélt að gleði mín yfir góðum mat yrði ekki toppuð en það gerðist á Kokkeriet. Réttirnir voru hver öðrum ólíkir að bragði og útliti. Ólýsanlega góður matur, þjónustan er vönduð og látlaus á fallegum veitingastað sem vel má mæla með. Fjallað er nánar um Kokkeriet HÉR og þar eru myndir af matnum.

 

Albert með pølse med det hele í kvöldsólinni á Ráðhústorginu

En pølse med det hele. Brandarinn endalausi er að fara í danskan pulsuvagn og biðja um: Pølse med det hele.

Morgunverður á Bistro Royal

Bistro royal. Það getur verið ágæt tilbreyting að borða morgunverð á öðrum stað en á hótelinu. Á okkar hóteli var morgunmaturinn ekki innifalinn og við keyptum hann fyrstu tvo morgnana en fórum einn morguninn á Bistro royal.

FLEIRI MATARBORGIR

🇩🇰

 MATARBORGIR — DANMÖRK — AFTERNOON TEA

— MATARBORGIN KAUPMANNAHÖFN —

🇩🇰

Auglýsing