Hráfæðisgúrúinn David Wolfe mælir með að að fólk borði hollan mat til að fá fallega húð. Á topp listanum hjá honum er: Ólífur, ólífuolía, gúrkur, radísur, hampfræ, aloe vera, kókosolía, avokadó, klettasalat, graskersfræ og túrmerik.
Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....
Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalæriðægigóða hér um árið